Sue Bird WNBA meistari á þremur mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 16:15 Sue Bird gengur með WNBA bikarinn framhjá kærustu sinni Megan Rapinoe sem fagnar sinni konu. AP/Chris O'Meara Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira