Gaf herbergisþernunum í Disney World meira en milljón í þjórfé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:30 Russell Westbrook fær vel borgað hjá Houston Rockets en hann líka að meta góða þjónustu eins og hann fékk á hótelinu í Disney World. Getty/Michael Reaves NBA stjörnur eru misjafnar og þær eru margar. Russell Westbrook er í hópi þeirra sem sýna náungakærleikann í verki. NBA stjarnan Russell Westbrook var heldur betur rausnarlegur við herbergisþernurnar á hótelinu þar sem hann eyddi löngum tíma í NBA bubblunni. Blaðamaðurinn Brad Townsend hjá The Dallas Morning News sagði frá gjafmildi Russell Westbrook. Russell Westbrook eyddi löngum tíma á Grand Floridian hótelinu í Disney World en allir leikmenn þurftu að halda sig innan NBA bubblunnar á meðan tímabilið var klárað. Russell Westbrook og félagar í Houston Rockets liðinu duttu út 4-1 á móti Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Westbrook var með 17,9 stig, 7,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar í úrslitakeppninni í ár. Russell Westbrook left an $8,000 tip for the hotel housekeepers when the Rockets left the NBA bubble. (via @townbrad) pic.twitter.com/v7lgDMPCrh— Complex Sports (@ComplexSports) October 6, 2020 Þegar Russell Westbrook yfirgaf hótelið þá ákvað hann að skilja eftir átta þúsund dollara þjórfé handa herbergisþernunum á hótelinu en það er meira en milljón í íslenskum krónum. Það fylgir líka fréttinni hjá The Dallas Morning News að herbergið hans Russell Westbrook hafi verið til fyrirmyndar þegar kemur að góðri umgengni. The Rockets liðið var á hótelinu frá 9. júlí til 13. september. Auk þess að halda herberginu hreinu þá þurftu herbergisþernurnar að gera meira en vanalega vegna sóttvarna út af COVID-19. Houston Rockets liðið var eina liðið á hótelinu frá og með 3. september því þá voru öll hin liðin á hótelinu úr leik í úrslitakeppninni. Það er líklegt að hafi styrkt enn frekar tengslin á milli leikmanna liðsins og starfsfólk hótelsins. Russell Westbrook hefur alveg efni á að gefa veglegt þjórfé. Hann fékk meira en 38 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir þetta tímabil eða meira en 5,2 milljarða króna. NBA Disney Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
NBA stjörnur eru misjafnar og þær eru margar. Russell Westbrook er í hópi þeirra sem sýna náungakærleikann í verki. NBA stjarnan Russell Westbrook var heldur betur rausnarlegur við herbergisþernurnar á hótelinu þar sem hann eyddi löngum tíma í NBA bubblunni. Blaðamaðurinn Brad Townsend hjá The Dallas Morning News sagði frá gjafmildi Russell Westbrook. Russell Westbrook eyddi löngum tíma á Grand Floridian hótelinu í Disney World en allir leikmenn þurftu að halda sig innan NBA bubblunnar á meðan tímabilið var klárað. Russell Westbrook og félagar í Houston Rockets liðinu duttu út 4-1 á móti Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Westbrook var með 17,9 stig, 7,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar í úrslitakeppninni í ár. Russell Westbrook left an $8,000 tip for the hotel housekeepers when the Rockets left the NBA bubble. (via @townbrad) pic.twitter.com/v7lgDMPCrh— Complex Sports (@ComplexSports) October 6, 2020 Þegar Russell Westbrook yfirgaf hótelið þá ákvað hann að skilja eftir átta þúsund dollara þjórfé handa herbergisþernunum á hótelinu en það er meira en milljón í íslenskum krónum. Það fylgir líka fréttinni hjá The Dallas Morning News að herbergið hans Russell Westbrook hafi verið til fyrirmyndar þegar kemur að góðri umgengni. The Rockets liðið var á hótelinu frá 9. júlí til 13. september. Auk þess að halda herberginu hreinu þá þurftu herbergisþernurnar að gera meira en vanalega vegna sóttvarna út af COVID-19. Houston Rockets liðið var eina liðið á hótelinu frá og með 3. september því þá voru öll hin liðin á hótelinu úr leik í úrslitakeppninni. Það er líklegt að hafi styrkt enn frekar tengslin á milli leikmanna liðsins og starfsfólk hótelsins. Russell Westbrook hefur alveg efni á að gefa veglegt þjórfé. Hann fékk meira en 38 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir þetta tímabil eða meira en 5,2 milljarða króna.
NBA Disney Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira