Svakalegur munur á því hvernig Sara og Tia kláruðu „Djöfulsins Díönu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir var ekki langt frá Tiu á fyrri mótum ársins eins og á Wodapalooza mótinu í Miami. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Sjá meira