Þórsarar báðu um frestun en fengu neitun: „Mér finnast þetta aumar afsakanir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2020 15:09 Þórsarar vildu fresta leiknum gegn Keflvíkingum í kvöld. vísir/bára Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví. Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57