Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2020 15:15 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar Vísir/Egill Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa verið upplýsta um þessa vinnslu persónuupplýsinga og gefið leyfi fyrir henni, enda hafi sóttvarnalæknir mjög rúmar heimildir í sóttvarnalögum til að meðhöndla persónuuplýsingar, bæði almennar og viðkvæmar, til að hemja farsótt. Greint var frá því um helgina að smitrakningateymið hafi rakið hópsýkingu á barnum Irishman í Reykjavík með því að komast að því að hverjir hefðu greitt með greiðslukort á staðnum á tilteknu tímabili. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hafði sagt frá því að smitrakning gengi verr nú en í vor og dæmi væri um að fólk hefði leynt upplýsingum frá smitrakningteyminu. Víðir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að upplýsingar hefðu fengist frá kortafyrirtækjum í þremur tilfellum við rakningu hópsýkinga. Smitrakningateymið hefði ekki fengið yfirlit yfir kortafærslur heldur einungis nöfn og símanúmer þeirra sem hefðu notað greiðslukort á tilteknum stöðum á ákveðnum tímabili. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að upplýsingarnar sem komu fram við smitrakningu hefðu verið geymdar á gagnagrunni sóttvarnlæknis, ekki lögreglu. Getur óskað eftir öllum gögnum sem hann telur sig þurfa Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir sóttvarnalækni hafa heimild til að spyrja alla þá og óska allra þeirra ganga sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi og fræðslu. Að allir viti hvernig þetta er unnið, það er eitt af því sem þarf að huga að,“ segir Helga. Hún segir Persónuvernd hafa verið upplýsta um það þegar ákveðið var að óska eftir upplýsingum um þá sem höfðu notað greiðslukort á barnum Irishman. Hér má sjá viðtal við Helgu Þórisdóttur „Þetta var ekki þannig að það væri verið að rekja ferðir einstaklings þannig að verið væri að fylgjast með kreditkorta færslu viðkomandi. Það var verið að kortleggja hver var á ákveðnum stað og greiddi fyrri þjónustu í mjög afmarkaðan tíma,“ segir Helga. Þegar smitrakningateymið hafði sett sig í samband við þessa aðila og boðið þeim að fara í skimun var upplýsingum eytt. Hún segir fjárhagsupplýsingar flokkast sem almennar persónuupplýsingar, ekki viðkvæmar, þó þær séu viðkvæms eðlis. „Þetta er dæmi um það að hérna leyfa persónuverndarlögin ákveðna vinnslu persónuverndarupplýsinga á tímum til dæmis farsóttar og þegar um hópsýkingar er að ræða. Þarna var sóttvarnalækni heimilt að gera eitthvað sem í venjulegu árferði hefði ekki verið talið heimilt,“ segir Helga. Margarvíslegar heimildir til staðar Spurð hvort að það þurfi upplýst samþykki notendur greiðslukorta þess efnis að ferðir þeirra gætu verið raktar á hamfaratímum svarar Helga að vinnslu persónuupplýsinga þurfi heimild og heimildirnar geti verið margvíslegar. „Samþykki er ein tegund en lög geta líka heimilað ákveðna vinnslu. Það sem kristallar möguleikana þarna eru einmitt heimildir sóttvarnalæknis í sóttvarnalögunum, þar sem hefur verið metið á tímum farsóttar að þá hafi hann ríka heimild til að geta kallað til allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa á að halda til að hemja farsótt og hópsýkingu. Þá er komin sú heimild sem þarf gagnvart persónuverndarlögunum að vera til staðar. En að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að útskýrt sé hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Þarna er það lagaheimild sóttvarnalæknis í sóttvarnaalögum sem heimilar honum þessa iðju.“ Hefði ekki fengið þessa heimild til að rekja magakveisu Alvarleiki faraldursins skipti máli þegar kemur að heimild sóttvarnalæknis til að beita þessari heimild. „Það er alveg ljóst að svona inngrip inn í rauninni persónuvernd og friðhelgi einkalífs þarf alltaf að vega og meta. Persónuréttindin eru ekki ófrávíkjanleg réttindi sem slík. Það þarf alltaf að vega og meta þau miðað við hvaða hagsmunir eru undir. Það að seilast í svona upplýsingar hvernig við verjum okkar kvöldum, til dæmis ef við ákveðum að fara á pöbba og annað, það er alveg ljóst að svona lagaheimild sem sóttvarnalæknir er með þarf að nýta mjög sparlega. Alvarleiki faraldurs skiptir mjög miklu máli. Ef þetta hefði verið í rauninni almenn magakveisa sem þarna væri undir, þá er nokkuð ljóst að persónuvernd hefði litið öðruvísi á þetta inngrip sóttvarnalæknis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Greiðslumiðlun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira