Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 13:30 Fasteignamat eignarinnar er yfir 200 milljónir. Talið er að svona hús gæti selst á yfir þrjú hundruð milljónir. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði.
Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira