Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 16:38 Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, er ekki sáttur með boðaðar lokanir líkamsræktarstöðva. World Class Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59