Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:19 Gylfi Þór Sigurðsson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í þetta mikilvæga verkefni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Sjá meira