Kewell vildi „ungan og graðan“ Sindra Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 07:30 Sindri Kristinn Ólafsson með boltann í höndunum í bikarleik gegn Breiðabliki í sumar. VÍSIR/VILHELM Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október. Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október.
Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira