Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent