Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30