Fjölgun nauðungarhjónabanda og ótímabærra þungana vegna COVID Heimsljós 1. október 2020 14:01 Tom Merilion/ Save the Children Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er óttast að nauðungarhjónaböndum fjölgi umtalsvert vegna COVID-19 farsóttarinnar. Í greiningu samtakanna er reiknað með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega. Einnig er óttast að þungunum barnungra stúlkna fjölgi á árinu vegna faraldursins. Í skýrslunni er sagt að allt að ein milljón stúlkna kunni að verða barnshafandi á þessu ári, umfram það sem áður hafði verið reiknað með. Minnt er á að barnsfæðing er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára. Forsíða skýrslunnar Stúlkur í Suður-Asíu eru í mestri áhættu og talið að í hóp giftra stúlkna bætist 200 þúsund stúlkur við fyrir áramót. Að mati samtakanna fjölgar nauðungarhjónaböndum einnig verulega í Vestur- og Mið-Afríku og rómönsku Ameríku að Karíbaeyjum meðtöldum. Ótímabærar þunganir verða hins vegar flestar í Austur-Afríku og Afríku sunnan Sahara. Í skýrslunni er vakin athygli á þeirri staðreynd að síðasta aldarfjórðung hafi smám saman dregið úr nauðungarhjónaböndum en með COVID-19 heimsfaraldrinum verði beinlínis afturför á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent
Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er óttast að nauðungarhjónaböndum fjölgi umtalsvert vegna COVID-19 farsóttarinnar. Í greiningu samtakanna er reiknað með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega. Einnig er óttast að þungunum barnungra stúlkna fjölgi á árinu vegna faraldursins. Í skýrslunni er sagt að allt að ein milljón stúlkna kunni að verða barnshafandi á þessu ári, umfram það sem áður hafði verið reiknað með. Minnt er á að barnsfæðing er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára. Forsíða skýrslunnar Stúlkur í Suður-Asíu eru í mestri áhættu og talið að í hóp giftra stúlkna bætist 200 þúsund stúlkur við fyrir áramót. Að mati samtakanna fjölgar nauðungarhjónaböndum einnig verulega í Vestur- og Mið-Afríku og rómönsku Ameríku að Karíbaeyjum meðtöldum. Ótímabærar þunganir verða hins vegar flestar í Austur-Afríku og Afríku sunnan Sahara. Í skýrslunni er vakin athygli á þeirri staðreynd að síðasta aldarfjórðung hafi smám saman dregið úr nauðungarhjónaböndum en með COVID-19 heimsfaraldrinum verði beinlínis afturför á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent