Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 83-87 | ÍR sótti tvö stig í Síkið Anton Ingi Leifsson skrifar 1. október 2020 21:43 Baldur Þór Ragnarsson. Vísir/Bára ÍR-ingar gerðu góða ferð í Skagafjörðinn og höfðu betur gegn meistaraefnunum í Tindastól, 87-83. ÍR-ingar voru einnig yfir í hálfleik, 41-39. Það búast flestir við að Tindastóll, Stjarnan og Valur berjist um þrjú efstu sætin en ÍR komi þar skammt á eftir ásamt nokkrum öðrum liðum. Það var kraftur í heimamönnum í upphafi leiks og byrjuðu þeir betur en gestirnir úr Breiðholti. Þeir voru komnir í 19-9 og leiddu 20-11 eftir fyrsta leikhlutann. Það var hins vegar allt annað að sjá ÍR-liðið í öðrum leikhlutanum. Barnaleg mistök sem þeir gerðu sig seka um í fyrsta leikhlutanum var ekki að sjá lengur. Þeir náðu góðum kafla og komu sér yfir fyrir hlé. Í síðari hálfleik voru það aftur Stólarnir sem byrjuðu betur. Þeir voru komnir mest sjö stigum yfir og einhverjir héldu þá að þeir myndu stinga af. Svo var ekki og baráttuhundarnir úr Breiðholti gáfu þá aftur í. Þeir náðu hægt og rólega að minnka muninn og með Sigvalda Eggertsson funheitan var allt hægt. Þeir komust svo yfir og náðu að komast yfir. Seigla ÍR-ingum skilaði þeim að endingu tveimur sigum í hús. Afhverju vann ÍR? Ólseigir og misstu aldrei sjónar á heimamönnum. Þótt að þeir lentu undir héldu þeir áfram og fengu svo stórar körfur frá mönnum eins og Sigvalda. Liðsframmistaða og boðar á gott fyrir Borce Ilievski og lærisveina hans. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig og tók tíu fráköst í liði ÍR. Hann setti niður fimm þrista. Collin Anthony Pryor var einnig öflugur með 23 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar. Margir lögðu hönd á plóg hjá ÍR-ingum sem skilaði sér í tveimur stigum. Shawn Derrick Glover var yfirburðarmaður hjá Stólunum. Hann skilaði 32 stigum og tók sex fráköst en á tímabili réðu ÍR-ingar illa við Shawn. Antanas Udras gerði 18 stig og Nick Tomsick sextan. Síðan komu næstu menn með fimm sig. Hvað gekk illa? Pétur Rúnar Birgisson hefur oft spilað betur, Viðar Ágústsson hefur oft skilað meira framlagi og það sama má segja um Hannes Ingi Másson. Stólarnir þurfa meira frá þessum köppum en þeir skiluðu samtals tólf stigum. Hvað gerist næst? Tindastóll fær ekki auðvelt verkefni í næstu umferð því þeir heimsækja KR í DHL-höllina. ÍR-ingar spila við stjörnum prýdda Valsmenn á heimavelli. Borce: Formúlan til þess að vinna meistaratitla „Það var mikil ákefð í leiknum og við spiluðum í fyrstu umferðinni gegn liði sem er spáð öðru sætinu. Við vissum að þetta yrði erfitt. Svo fór Nenad úr lið og það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í leikslok. „Það hjálpaði okkur ekki í skiptingunum á stóru strákunum. Við vorum ákafir, gerðum okkar besta og bættum allt eftir fyrsta leikhlutann. Everage er samt ekkert inn í leiknum og ég geri kröfur á betri leikmenn frá honum. Þetta er liðssigur og allir gáfu allt sitt.“ „Við spiluðum svæðisvörn því nokkrir leikmennirnir voru í villuvandræðum. Mér fannst það ganga vel. Glower var ráðandi í teignum og erum enn í okkar verkefni að hvernig eigi að ráða við stóra manninn á „low-postinum“. Við erum að leita eftir kemestríunni og ég vona að Nenad sé í lagi.“ „Flestu liðin munu vera í þessum vandræðum fyrstu umferðirnar að finna sitt flæði. Ég get ekki kvartað yfir kemestríunni í liðinu. Reynslumeiri mennirnir eru að kenna yngri mönnunum og þeir vinna saman. Ég vona að þessi kemestría verði áfram því þetta er formúlan til þess að vinna meistaratitla.“ Baldur: Taktísk ákvörðun „Við komum sterkir til leiks og gerðum vel á flestum vígstöðum í fyrsta leikhluta. Við hefðum mögulega átt að vera leiða með meira en níu stigum og vorum ekki að ná að stoppa í öðrum leikhluta,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls. „Svo er þetta 50/50 eftir það. Þeir eru að skjóta 40 og eitthvað í þriggja og við ekki að spila nægilega góða vörn.“ „Sigvaldi var að hitta stórum skotum og Evan að setja þrista. Við þurfum bara að gera betur. Sean og Utras voru að skora í teignum og vorum að fá opin skot fyrir utan allan leikinn en við eigum að skora meira í þessum leik en við gerðum. Við getum samt ekki verið að fá á sig 87 stig.“ „Það er lærdómurinn sem við tökum af þessum leik. Þótt að menn detti á off dag sóknarlega þá er það vörnin sem heldur stöðugleika. Við þurfum að vinna í því.“ Pétur Rúnar Birgisson byrjaði á bekknum og þjálfarinn sagði það taktíska ákvörðun. „Eðlilega er þetta taktísk ákvörðun að byrja með hann á bekknum. Við vildum fá sóknarleik inn af bekknum. Ég er með sterka sóknarmenn og svo fjóra menn sem eru mjög sterkir varnarlega. Ég vil koma jafnvægi milli sóknar- og varnarleiks.“ Dominos-deild karla Tindastóll ÍR
ÍR-ingar gerðu góða ferð í Skagafjörðinn og höfðu betur gegn meistaraefnunum í Tindastól, 87-83. ÍR-ingar voru einnig yfir í hálfleik, 41-39. Það búast flestir við að Tindastóll, Stjarnan og Valur berjist um þrjú efstu sætin en ÍR komi þar skammt á eftir ásamt nokkrum öðrum liðum. Það var kraftur í heimamönnum í upphafi leiks og byrjuðu þeir betur en gestirnir úr Breiðholti. Þeir voru komnir í 19-9 og leiddu 20-11 eftir fyrsta leikhlutann. Það var hins vegar allt annað að sjá ÍR-liðið í öðrum leikhlutanum. Barnaleg mistök sem þeir gerðu sig seka um í fyrsta leikhlutanum var ekki að sjá lengur. Þeir náðu góðum kafla og komu sér yfir fyrir hlé. Í síðari hálfleik voru það aftur Stólarnir sem byrjuðu betur. Þeir voru komnir mest sjö stigum yfir og einhverjir héldu þá að þeir myndu stinga af. Svo var ekki og baráttuhundarnir úr Breiðholti gáfu þá aftur í. Þeir náðu hægt og rólega að minnka muninn og með Sigvalda Eggertsson funheitan var allt hægt. Þeir komust svo yfir og náðu að komast yfir. Seigla ÍR-ingum skilaði þeim að endingu tveimur sigum í hús. Afhverju vann ÍR? Ólseigir og misstu aldrei sjónar á heimamönnum. Þótt að þeir lentu undir héldu þeir áfram og fengu svo stórar körfur frá mönnum eins og Sigvalda. Liðsframmistaða og boðar á gott fyrir Borce Ilievski og lærisveina hans. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig og tók tíu fráköst í liði ÍR. Hann setti niður fimm þrista. Collin Anthony Pryor var einnig öflugur með 23 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar. Margir lögðu hönd á plóg hjá ÍR-ingum sem skilaði sér í tveimur stigum. Shawn Derrick Glover var yfirburðarmaður hjá Stólunum. Hann skilaði 32 stigum og tók sex fráköst en á tímabili réðu ÍR-ingar illa við Shawn. Antanas Udras gerði 18 stig og Nick Tomsick sextan. Síðan komu næstu menn með fimm sig. Hvað gekk illa? Pétur Rúnar Birgisson hefur oft spilað betur, Viðar Ágústsson hefur oft skilað meira framlagi og það sama má segja um Hannes Ingi Másson. Stólarnir þurfa meira frá þessum köppum en þeir skiluðu samtals tólf stigum. Hvað gerist næst? Tindastóll fær ekki auðvelt verkefni í næstu umferð því þeir heimsækja KR í DHL-höllina. ÍR-ingar spila við stjörnum prýdda Valsmenn á heimavelli. Borce: Formúlan til þess að vinna meistaratitla „Það var mikil ákefð í leiknum og við spiluðum í fyrstu umferðinni gegn liði sem er spáð öðru sætinu. Við vissum að þetta yrði erfitt. Svo fór Nenad úr lið og það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í leikslok. „Það hjálpaði okkur ekki í skiptingunum á stóru strákunum. Við vorum ákafir, gerðum okkar besta og bættum allt eftir fyrsta leikhlutann. Everage er samt ekkert inn í leiknum og ég geri kröfur á betri leikmenn frá honum. Þetta er liðssigur og allir gáfu allt sitt.“ „Við spiluðum svæðisvörn því nokkrir leikmennirnir voru í villuvandræðum. Mér fannst það ganga vel. Glower var ráðandi í teignum og erum enn í okkar verkefni að hvernig eigi að ráða við stóra manninn á „low-postinum“. Við erum að leita eftir kemestríunni og ég vona að Nenad sé í lagi.“ „Flestu liðin munu vera í þessum vandræðum fyrstu umferðirnar að finna sitt flæði. Ég get ekki kvartað yfir kemestríunni í liðinu. Reynslumeiri mennirnir eru að kenna yngri mönnunum og þeir vinna saman. Ég vona að þessi kemestría verði áfram því þetta er formúlan til þess að vinna meistaratitla.“ Baldur: Taktísk ákvörðun „Við komum sterkir til leiks og gerðum vel á flestum vígstöðum í fyrsta leikhluta. Við hefðum mögulega átt að vera leiða með meira en níu stigum og vorum ekki að ná að stoppa í öðrum leikhluta,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls. „Svo er þetta 50/50 eftir það. Þeir eru að skjóta 40 og eitthvað í þriggja og við ekki að spila nægilega góða vörn.“ „Sigvaldi var að hitta stórum skotum og Evan að setja þrista. Við þurfum bara að gera betur. Sean og Utras voru að skora í teignum og vorum að fá opin skot fyrir utan allan leikinn en við eigum að skora meira í þessum leik en við gerðum. Við getum samt ekki verið að fá á sig 87 stig.“ „Það er lærdómurinn sem við tökum af þessum leik. Þótt að menn detti á off dag sóknarlega þá er það vörnin sem heldur stöðugleika. Við þurfum að vinna í því.“ Pétur Rúnar Birgisson byrjaði á bekknum og þjálfarinn sagði það taktíska ákvörðun. „Eðlilega er þetta taktísk ákvörðun að byrja með hann á bekknum. Við vildum fá sóknarleik inn af bekknum. Ég er með sterka sóknarmenn og svo fjóra menn sem eru mjög sterkir varnarlega. Ég vil koma jafnvægi milli sóknar- og varnarleiks.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum