Bein útsending: Steindi snýr aftur með Rauðvín og klaka Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 14:30 Alltaf skemmtilegar útsendingar hjá Steinda. Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Twitch og einnig á Stöð 2 Esport og í kvöld á Vísi. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“ Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Twitch og einnig á Stöð 2 Esport og í kvöld á Vísi. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“
Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira