Fljúgandi hálka á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 06:45 Ökumenn ættu að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn og gefa sér tíma til þess að skafa af bílnum. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig. Veður Umferð Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Umferð Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira