Hælisleitendamál í ólestri Sigurður Þórðarson skrifar 29. september 2020 13:00 Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar