„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. september 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Vísir/Vilhelm „Að missa vinnuna er lífsreynsla sem vekur upp margar tilfinningar,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie sem sjálfur hefur upplifað tímabil atvinnuleysis en þá hafði hann verið í góðri stjórnunarstöðu í tíu ár. Að sögn Jóns fóru sérhönnuð námskeið að vera í boði fyrir fólk í atvinnuleit fljótlega eftir bankahrun en þessi námskeið eru á vegum ýmissa aðila, m.a. annars Dale Carnegie. Nú er sú staða komin upp aftur að fólk er æ meir að sækjast eftir námskeiðum sem þessum og hvetur Jón fólk sem er á skrá hjá Vinnumálastofnun að nýta sér þann 70 þúsund króna menntastyrk sem allir þar hafa rétt á að fá. Hér á eftir má sjá nokkur góð ráð sem Jón gefur fólki í atvinnuleit. En fyrst ræddum við málin aðeins út frá þeirri persónulegu reynslu sem Jón hefur sjálfur að því að vera atvinnulaus. Það er margt sem blasir við þegar maður lendir í þessari stöðu. Ég var búinn að vera stjórnandi í tíu ár hjá sömu fyrirtækjasamsteypu og Outlook mómentið er minnisstætt. Flestir stjórnendur kannast við að Outlookið stjórnar lífið okkar. Áður en ég gat svarað hvort ég kæmist eitthvað þurfti ég að líta í Outlookið,“ segir Jón til skýringar á því hversu vanur hann var því að vera alltaf upptekinn og hafa mikið að gera. En það breyttist. „Svo allt í einu er Outlookið tómt og þú skrollar daga, vikur og mánuði fram í tímann og við blasir óskrifað blað. Þetta er eitthvað svo áþreifanlegt að finna fyrir því að þú ert farinn af rússibananum sem viðskiptalífið er,“ segir Jón og bætir við: „Svo er það þessi félagslegi þáttur. Jafnvel þó að þú fáir fín starfslok og við tekur frí sem er alla jafnan gott þá eru allir vinir þínir í vinnu, það er enginn til að leika við.“ Að sögn Jóns fer hins vegar fljótlega að reyna á hinn innri mann þar sem spurningar eins og Veistu hvað þig langar að gera eða hvert þú vilt fara? vakna. Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu og auðvitað mála allt sem hægt er að mála. Svo klárast það og vikur og mánuðir líða. Þá fer að reyna á viðhorfið og innri mann.“ Jón segir þessa reynslu hafa nýst sér vel síðar þegar hann var orðinn framkvæmdastjóri og eigandi Dale Carnegie því reynsluna hefur hann nýtt til hönnunar á þeim námskeiðum sem eru í boði hjá þeim. Jón hvetur fólk á skrá hjá Vinnumálastofnun að nýta sér 70 þúsund króna menntastyrkinn sem allir hafa rétt á því hann er hægt að nýta til að fara á námskeið sem efla fólk og styrkja á meðan atvinnuleysið varir. Hér er mynd af námskeiði hjá Dale Carnegie. „Atvinnuviðtöl ættu frekar að heita atvinnusamtöl“ En hvaða ráð getur þú gefið fólki í atvinnuleit, til dæmis varðandi framkomu og fas? Það tekur örfáar sekúndur fyrir þig að dæma aðra og aðra þig. Þannig skiptir fasið og framkoman svo miklu máli. Berðu höfuðið hátt þó að á móti blási? Ertu til í að læra nýja hluti? Ertu sveigjanlegur einstaklingur og til í áskoranir. Og hefur þú æft framkomu þína?“ segir Jón. En hvernig er hægt að takast á við feimni þannig að það sé auðveldara að fara í atvinnuviðtal? „Að fara í atvinnuviðtal er eitthvað sem flest okkar gera ekki oft á ævinni og oft líður langur tími á milli. Undirbúningur er mikilvægur. Þú þarft líka að mæta ákveðinn til leiks og nýta viðtalið til að kanna hvort þú vilt vinna með og fyrir viðkomandi,“ segir Jón og bætir við: „Atvinnuviðtöl ættu frekar að heita atvinnusamtöl þar sem það er báðir að meta hvorn annan.“ Jón segir áherslu í námskeiðum á þeirra vegum vera að byggja upp sjálfstraust og samskiptahæfni. Liður í þeirri vinnu er að vinna í viðhorfinu sínu og virkja eldmóðinn sem Jón segir alla hafa en marga nota of lítið. Þá segir Jón mikilvægt að nýta tengslanetið þegar fólk er í atvinnuleit. „Það er oft talað um að kunningjar nýtist betur fyrir þá sem eru í atvinnuleit en vinir. Samfélagsmiðlar eru frábærir til að virka tengslanetið og láta vita af sér. Miðlar eins og LinkedIn eru kjörnir svo og aðrir miðlar þar sem þú getur látið í ljós færni þína,“ segir Jón. Eins bendir hann á að í atvinnuleit þurfi fólk að hugsa svolítið um atvinnuleitina eins og markaðssetningu á sjálfum sér. Markaðssetningin gengur þá út á að sýna hver hæfni viðkomandi er. „Þú ert að bjóða starfskrafta og hugvit og þú þarft að koma því á framfæri“ segir Jón að lokum. Starfsframi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Sorg í atvinnulífi Sorgarstigin fimm í samhengi við sorg í viðskiptum og rekstri. 17. apríl 2020 09:00 Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Að missa vinnuna er lífsreynsla sem vekur upp margar tilfinningar,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie sem sjálfur hefur upplifað tímabil atvinnuleysis en þá hafði hann verið í góðri stjórnunarstöðu í tíu ár. Að sögn Jóns fóru sérhönnuð námskeið að vera í boði fyrir fólk í atvinnuleit fljótlega eftir bankahrun en þessi námskeið eru á vegum ýmissa aðila, m.a. annars Dale Carnegie. Nú er sú staða komin upp aftur að fólk er æ meir að sækjast eftir námskeiðum sem þessum og hvetur Jón fólk sem er á skrá hjá Vinnumálastofnun að nýta sér þann 70 þúsund króna menntastyrk sem allir þar hafa rétt á að fá. Hér á eftir má sjá nokkur góð ráð sem Jón gefur fólki í atvinnuleit. En fyrst ræddum við málin aðeins út frá þeirri persónulegu reynslu sem Jón hefur sjálfur að því að vera atvinnulaus. Það er margt sem blasir við þegar maður lendir í þessari stöðu. Ég var búinn að vera stjórnandi í tíu ár hjá sömu fyrirtækjasamsteypu og Outlook mómentið er minnisstætt. Flestir stjórnendur kannast við að Outlookið stjórnar lífið okkar. Áður en ég gat svarað hvort ég kæmist eitthvað þurfti ég að líta í Outlookið,“ segir Jón til skýringar á því hversu vanur hann var því að vera alltaf upptekinn og hafa mikið að gera. En það breyttist. „Svo allt í einu er Outlookið tómt og þú skrollar daga, vikur og mánuði fram í tímann og við blasir óskrifað blað. Þetta er eitthvað svo áþreifanlegt að finna fyrir því að þú ert farinn af rússibananum sem viðskiptalífið er,“ segir Jón og bætir við: „Svo er það þessi félagslegi þáttur. Jafnvel þó að þú fáir fín starfslok og við tekur frí sem er alla jafnan gott þá eru allir vinir þínir í vinnu, það er enginn til að leika við.“ Að sögn Jóns fer hins vegar fljótlega að reyna á hinn innri mann þar sem spurningar eins og Veistu hvað þig langar að gera eða hvert þú vilt fara? vakna. Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu og auðvitað mála allt sem hægt er að mála. Svo klárast það og vikur og mánuðir líða. Þá fer að reyna á viðhorfið og innri mann.“ Jón segir þessa reynslu hafa nýst sér vel síðar þegar hann var orðinn framkvæmdastjóri og eigandi Dale Carnegie því reynsluna hefur hann nýtt til hönnunar á þeim námskeiðum sem eru í boði hjá þeim. Jón hvetur fólk á skrá hjá Vinnumálastofnun að nýta sér 70 þúsund króna menntastyrkinn sem allir hafa rétt á því hann er hægt að nýta til að fara á námskeið sem efla fólk og styrkja á meðan atvinnuleysið varir. Hér er mynd af námskeiði hjá Dale Carnegie. „Atvinnuviðtöl ættu frekar að heita atvinnusamtöl“ En hvaða ráð getur þú gefið fólki í atvinnuleit, til dæmis varðandi framkomu og fas? Það tekur örfáar sekúndur fyrir þig að dæma aðra og aðra þig. Þannig skiptir fasið og framkoman svo miklu máli. Berðu höfuðið hátt þó að á móti blási? Ertu til í að læra nýja hluti? Ertu sveigjanlegur einstaklingur og til í áskoranir. Og hefur þú æft framkomu þína?“ segir Jón. En hvernig er hægt að takast á við feimni þannig að það sé auðveldara að fara í atvinnuviðtal? „Að fara í atvinnuviðtal er eitthvað sem flest okkar gera ekki oft á ævinni og oft líður langur tími á milli. Undirbúningur er mikilvægur. Þú þarft líka að mæta ákveðinn til leiks og nýta viðtalið til að kanna hvort þú vilt vinna með og fyrir viðkomandi,“ segir Jón og bætir við: „Atvinnuviðtöl ættu frekar að heita atvinnusamtöl þar sem það er báðir að meta hvorn annan.“ Jón segir áherslu í námskeiðum á þeirra vegum vera að byggja upp sjálfstraust og samskiptahæfni. Liður í þeirri vinnu er að vinna í viðhorfinu sínu og virkja eldmóðinn sem Jón segir alla hafa en marga nota of lítið. Þá segir Jón mikilvægt að nýta tengslanetið þegar fólk er í atvinnuleit. „Það er oft talað um að kunningjar nýtist betur fyrir þá sem eru í atvinnuleit en vinir. Samfélagsmiðlar eru frábærir til að virka tengslanetið og láta vita af sér. Miðlar eins og LinkedIn eru kjörnir svo og aðrir miðlar þar sem þú getur látið í ljós færni þína,“ segir Jón. Eins bendir hann á að í atvinnuleit þurfi fólk að hugsa svolítið um atvinnuleitina eins og markaðssetningu á sjálfum sér. Markaðssetningin gengur þá út á að sýna hver hæfni viðkomandi er. „Þú ert að bjóða starfskrafta og hugvit og þú þarft að koma því á framfæri“ segir Jón að lokum.
Starfsframi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Sorg í atvinnulífi Sorgarstigin fimm í samhengi við sorg í viðskiptum og rekstri. 17. apríl 2020 09:00 Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00
Sorg í atvinnulífi Sorgarstigin fimm í samhengi við sorg í viðskiptum og rekstri. 17. apríl 2020 09:00
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00