Landsmenn muni þurfa að viðhafa varúðarráðstafanir næstu mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54
Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13
Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54