Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57
„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49