Önnur hrunhelgin í röð hjá Fálkunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 15:31 Það hefur enginn leikstjórnandi gefið fleiri snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum en Russell Wilson sem leiddi Seattle Seahawks til sigurs á Dallas Cowboys í gær. AP/John Froschauer) Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira