Snæfell fær þunga sekt Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 12:31 Það er rík hefð fyrir körfubolta í Stykkishólmi en í vetur verður enginn meistaraflokkur karla hjá Snæfelli. mynd/@kkd.snaefells Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes. Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes.
Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira