Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 13:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun fara yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á flokksráðsþingi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt. Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt.
Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira