Átök, hamfarahlýnun og kórónaveiran ógna heilsu kvenna og barna Heimsljós 25. september 2020 14:00 Unicef „Það á ekki að skipta máli hvar í heiminum þú fæðist, en því miður er það svo að rótgróin misskipting hefur áhrif á það hvort börn lifi af fyrstu ár ævi sinnar,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Sem dæmi má nefna að árið 2019 dóu 5,2 milljónir barna og ein milljón ungmenna af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og 82% dauðsfalla barna yngri en fimm ára voru í Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Það sýnir skýrt hvað misskiptingin er mikil milli heimshluta.“ Samkvæmt nýrri skýrslu þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna eru þær framfarir sem orðið hafa í að bæta hag kvenna og barna í heiminum síðastliðinn áratug í mikilli hættu vegna átaka, hamfarahlýnunar og nú kórónaveirunnar. Stofnanirnar þrjár eru Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Í skýrslunni - Protect the Progress: Rise, Refocus, Recover, 2020 - er áréttað að mikill árangur hafi náðst í því að bæta heilsu kvenna, barna og ungmenna í heiminum síðastliðin tíu ár. Þar er nefnt sem dæmi að dauðsföll barna undir fimm ára aldri náðu sögulegu lágmarki árið 2019 og meira en einn milljarður barna fékk bólusetningar á sama tíma. Mæðradauði hefur lækkað um 35% frá árinu 2000, en mesti árangurinn hefur orðið frá árinu 2010. Enn fremur er talið að það hafi náðst að koma í veg fyrir um 25 milljón barnahjónabönd síðustu tíu árin. „Nú blasir hins vegar við viðkvæm staða þar sem átök, óstöðugleiki í loftslagsmálum og heimsfaraldur kórónaveirunnar setja heilsu og vellíðan allra barna og ungmenna í hættu. Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og meðal annars haft neikvæð áhrif á tækifæri barna til náms Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu veirunnar í vor hafði það áhrif á menntun 1,6 milljarða barna í 192 löndum og er hætta á að ójöfnuður aukist enn frekar. Aukning hefur orðið í heimilisofbeldi og misnotkun gegn stúlkum og konum og eins hefur fátækt og hungur í heiminum aukist,“ segir í frétt frá UNICEF. Í skýrslunni kemur fram að níu af hverjum 10 börnum sem smitast af HIV-veirunni eru fædd í Afríku sunnan Sahara og að á hverjum degi eru 33 þúsund stúlkur neyddar í hjónaband, yfirleitt með mun eldri mönnum. Þar kemur einnig fram að dánartíðni mæðra, nýbura, barna og ungmenna er mun hærri í löndum þar sem hafa verið langvarandi átök. „Milljónir barna sem búa á átakasvæðum og í öðrum viðkvæmum aðstæðum standa frammi fyrir enn meiri erfiðleikum á meðan heimsfaraldur geisar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Við þurfum að vinna saman að því að koma tafarlaust til móts við grunnþarfir fólks á sama tíma og við styrkjum heilbrigðiskerfi. Aðeins þá getum við verndað og bjargað mannslífum.“ Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur skapað aðstæður sem geta grafið undan árangri síðustu ára og því mikilvægt að konur, börn og ungmenni séu vernduð gegn þeim ógnum og ójöfnuði sem skapast ef ekkert er að gert. Án aukinna viðbragða til að berjast gegn barnadauða þá gætu 48 milljónir barna yngri en fimm ára dáið á næsta áratugnum. Ætla má að næstum helmingur þessara dauðsfalla væru nýburar. Með skýrslunni fylgir ákall til alþjóðasamfélagsins um að taka höndum saman gegn áhrifum kórónaveirunnar um leið og staðið er við alþjóðlegar skuldbindingar um að bæta líf kvenna og barna. Skýrslan, og helstu niðurstöður hennar, verður kynntar í dag. Hægt er að fylgjast með kynningunni hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Hamfarahlýnun Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent
„Það á ekki að skipta máli hvar í heiminum þú fæðist, en því miður er það svo að rótgróin misskipting hefur áhrif á það hvort börn lifi af fyrstu ár ævi sinnar,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Sem dæmi má nefna að árið 2019 dóu 5,2 milljónir barna og ein milljón ungmenna af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og 82% dauðsfalla barna yngri en fimm ára voru í Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Það sýnir skýrt hvað misskiptingin er mikil milli heimshluta.“ Samkvæmt nýrri skýrslu þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna eru þær framfarir sem orðið hafa í að bæta hag kvenna og barna í heiminum síðastliðinn áratug í mikilli hættu vegna átaka, hamfarahlýnunar og nú kórónaveirunnar. Stofnanirnar þrjár eru Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Í skýrslunni - Protect the Progress: Rise, Refocus, Recover, 2020 - er áréttað að mikill árangur hafi náðst í því að bæta heilsu kvenna, barna og ungmenna í heiminum síðastliðin tíu ár. Þar er nefnt sem dæmi að dauðsföll barna undir fimm ára aldri náðu sögulegu lágmarki árið 2019 og meira en einn milljarður barna fékk bólusetningar á sama tíma. Mæðradauði hefur lækkað um 35% frá árinu 2000, en mesti árangurinn hefur orðið frá árinu 2010. Enn fremur er talið að það hafi náðst að koma í veg fyrir um 25 milljón barnahjónabönd síðustu tíu árin. „Nú blasir hins vegar við viðkvæm staða þar sem átök, óstöðugleiki í loftslagsmálum og heimsfaraldur kórónaveirunnar setja heilsu og vellíðan allra barna og ungmenna í hættu. Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og meðal annars haft neikvæð áhrif á tækifæri barna til náms Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu veirunnar í vor hafði það áhrif á menntun 1,6 milljarða barna í 192 löndum og er hætta á að ójöfnuður aukist enn frekar. Aukning hefur orðið í heimilisofbeldi og misnotkun gegn stúlkum og konum og eins hefur fátækt og hungur í heiminum aukist,“ segir í frétt frá UNICEF. Í skýrslunni kemur fram að níu af hverjum 10 börnum sem smitast af HIV-veirunni eru fædd í Afríku sunnan Sahara og að á hverjum degi eru 33 þúsund stúlkur neyddar í hjónaband, yfirleitt með mun eldri mönnum. Þar kemur einnig fram að dánartíðni mæðra, nýbura, barna og ungmenna er mun hærri í löndum þar sem hafa verið langvarandi átök. „Milljónir barna sem búa á átakasvæðum og í öðrum viðkvæmum aðstæðum standa frammi fyrir enn meiri erfiðleikum á meðan heimsfaraldur geisar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Við þurfum að vinna saman að því að koma tafarlaust til móts við grunnþarfir fólks á sama tíma og við styrkjum heilbrigðiskerfi. Aðeins þá getum við verndað og bjargað mannslífum.“ Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur skapað aðstæður sem geta grafið undan árangri síðustu ára og því mikilvægt að konur, börn og ungmenni séu vernduð gegn þeim ógnum og ójöfnuði sem skapast ef ekkert er að gert. Án aukinna viðbragða til að berjast gegn barnadauða þá gætu 48 milljónir barna yngri en fimm ára dáið á næsta áratugnum. Ætla má að næstum helmingur þessara dauðsfalla væru nýburar. Með skýrslunni fylgir ákall til alþjóðasamfélagsins um að taka höndum saman gegn áhrifum kórónaveirunnar um leið og staðið er við alþjóðlegar skuldbindingar um að bæta líf kvenna og barna. Skýrslan, og helstu niðurstöður hennar, verður kynntar í dag. Hægt er að fylgjast með kynningunni hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Hamfarahlýnun Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent