„Miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 07:00 Þuríður Blær opnaði sig um samband sitt við föður sinn í spjalli við Snæbjörn Ragnarsson. Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og margt fleira en hún er gestur vikunnar hjá Snæbirni Ragnarssyni sem heitir einfaldlega Snæbjörn talar við fólk. Þurðíður stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lést hann fyrir tæpu ári. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður en hún kemur með annars fram í stóru hlutverki í Ráðherranum á RÚV. Í þættinum fer Þuríður yfir allt milli himins og jarðar og ræðir meðal annars um samband sitt við föður sinn. Umræðan um samband hennar við hann hefst þegar 1:39 er liðið af þættinum. „Mér finnst ekkert erfitt að tala um þetta. Hann dó á þessu ári og var útigangsmaður frá því að ég man eftir mér. Hann hét Jóhann Vísir Gunnarsson og var mjög frjór maður og mjög skapandi en bara veikur. Hann var með geðhvarfasýki og allskonar eitthvað annað í gangi hjá honum,“ segir Þuríður og heldur áfram. Bjó í gámi út á Granda „Hann fúnkeraði aldrei í samfélaginu og var bara róni úti á götu. Hann bjó síðustu árin í gámi úti á Granda. Ég hef bara alltaf vitað af honum þannig. Ég átti annan fósturpabba sem ól mig frekar upp, sem var reyndar líka snargeðveikur.“ Hún segir að móðir hennar og faðir hafi verið par fyrstu ár ævi hennar. Síðan hafi sambandið endað og faðir Þuríðar var næstu árin þessi Austurvallarróni eins og hún orðar það sjálf. „Ég var kannski úti að labba með vinkonum mínum og þá kemur einhver maður labbandi að okkur og vinkonur mínar urðu hræddar. Þá sagði ég, nei pabbi hvað segir þú? Mér fannst þetta aldrei mikið mál og varð ekkert vandræðalegt. Kannski fannst mér þetta bara smá töff, að þekkja alla rónana,“ segir Þuríður sem upplifði alveg einnig einhverja skömm þegar hún var yngri. „Hann var allt sitt líf algjör fíkill í allt. Þetta var allur pakkinn, sprautur og allt. Þegar ég var byrjuð í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum þá varð hann edrú. Fór í langa meðferð og hafði þá oft samband við mig og vildi hitta mig. Ég hitti hann stundum en svo bara nennti ég því stundum ekki. Þá fékk maður þá tilfinningu að ég bæri ábyrgð á hans edrúmennsku, því hann átti engan að. Allir hans vinir síðustu fjörutíu ár eru í neyslu eða dauðir.“ Þuríður Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni. Hún sagði pabba sínum að hún ætti von á barni á dánarbeðinu. „Hann verður veikur og fær ristilkrabbamein og vissi lengi að hann væri með það. Hann þurfti að verða edrú til að geta farið í aðgerð og hann fer þá inn á geðdeild og nær að verða edrú þar, í raun í sjálfskipuðu fangelsi. Það var svolítið góður tími þegar við systkinin náðum að kynnast honum upp á nýtt.“ Fyrirhugað var að flytja föður hennar í sérstakt úrræði áður en hann færi í geislameðferð. „Nóttina áður en það átti að flytja hann fær hann eitthvað drep og það er strax hringt í okkur. Þetta er dagurinn sem ég er að fara í minn fyrsta sónar. Það er bara hringt í okkur og það er sagt við okkur, þið verðið að koma að kveðja hann. Við förum upp á bráðamóttöku og það er verið að halda honum lifandi en hann er bara sofandi,“ segir Þuríður en þau systkinin og mamma hennar eyddu deginum saman uppi á spítala. „Það fá allir að kveðja hann og ég segi honum að ég sé ólétt og ég bara vona að hann hafi heyrt það. Þetta var frekar magnað móment. Ég er í raun glöð að hann hafi dáið edrú í faðmi fjölskyldunnar. Þegar maður á pabba sem er útigangsmaður, þá heldur maður oft að það sé verið að fjalla um pabba sinn í blöðunum. Svona nær maður að syrgja almennilega. Það er miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba. Hann var aldrei almennilega lifandi.“ Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira
Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og margt fleira en hún er gestur vikunnar hjá Snæbirni Ragnarssyni sem heitir einfaldlega Snæbjörn talar við fólk. Þurðíður stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lést hann fyrir tæpu ári. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður en hún kemur með annars fram í stóru hlutverki í Ráðherranum á RÚV. Í þættinum fer Þuríður yfir allt milli himins og jarðar og ræðir meðal annars um samband sitt við föður sinn. Umræðan um samband hennar við hann hefst þegar 1:39 er liðið af þættinum. „Mér finnst ekkert erfitt að tala um þetta. Hann dó á þessu ári og var útigangsmaður frá því að ég man eftir mér. Hann hét Jóhann Vísir Gunnarsson og var mjög frjór maður og mjög skapandi en bara veikur. Hann var með geðhvarfasýki og allskonar eitthvað annað í gangi hjá honum,“ segir Þuríður og heldur áfram. Bjó í gámi út á Granda „Hann fúnkeraði aldrei í samfélaginu og var bara róni úti á götu. Hann bjó síðustu árin í gámi úti á Granda. Ég hef bara alltaf vitað af honum þannig. Ég átti annan fósturpabba sem ól mig frekar upp, sem var reyndar líka snargeðveikur.“ Hún segir að móðir hennar og faðir hafi verið par fyrstu ár ævi hennar. Síðan hafi sambandið endað og faðir Þuríðar var næstu árin þessi Austurvallarróni eins og hún orðar það sjálf. „Ég var kannski úti að labba með vinkonum mínum og þá kemur einhver maður labbandi að okkur og vinkonur mínar urðu hræddar. Þá sagði ég, nei pabbi hvað segir þú? Mér fannst þetta aldrei mikið mál og varð ekkert vandræðalegt. Kannski fannst mér þetta bara smá töff, að þekkja alla rónana,“ segir Þuríður sem upplifði alveg einnig einhverja skömm þegar hún var yngri. „Hann var allt sitt líf algjör fíkill í allt. Þetta var allur pakkinn, sprautur og allt. Þegar ég var byrjuð í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum þá varð hann edrú. Fór í langa meðferð og hafði þá oft samband við mig og vildi hitta mig. Ég hitti hann stundum en svo bara nennti ég því stundum ekki. Þá fékk maður þá tilfinningu að ég bæri ábyrgð á hans edrúmennsku, því hann átti engan að. Allir hans vinir síðustu fjörutíu ár eru í neyslu eða dauðir.“ Þuríður Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni. Hún sagði pabba sínum að hún ætti von á barni á dánarbeðinu. „Hann verður veikur og fær ristilkrabbamein og vissi lengi að hann væri með það. Hann þurfti að verða edrú til að geta farið í aðgerð og hann fer þá inn á geðdeild og nær að verða edrú þar, í raun í sjálfskipuðu fangelsi. Það var svolítið góður tími þegar við systkinin náðum að kynnast honum upp á nýtt.“ Fyrirhugað var að flytja föður hennar í sérstakt úrræði áður en hann færi í geislameðferð. „Nóttina áður en það átti að flytja hann fær hann eitthvað drep og það er strax hringt í okkur. Þetta er dagurinn sem ég er að fara í minn fyrsta sónar. Það er bara hringt í okkur og það er sagt við okkur, þið verðið að koma að kveðja hann. Við förum upp á bráðamóttöku og það er verið að halda honum lifandi en hann er bara sofandi,“ segir Þuríður en þau systkinin og mamma hennar eyddu deginum saman uppi á spítala. „Það fá allir að kveðja hann og ég segi honum að ég sé ólétt og ég bara vona að hann hafi heyrt það. Þetta var frekar magnað móment. Ég er í raun glöð að hann hafi dáið edrú í faðmi fjölskyldunnar. Þegar maður á pabba sem er útigangsmaður, þá heldur maður oft að það sé verið að fjalla um pabba sinn í blöðunum. Svona nær maður að syrgja almennilega. Það er miklu auðveldara að syrgja dáinn pabba heldur en að syrgja lifandi pabba. Hann var aldrei almennilega lifandi.“
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira