Nýliðarnir byrjuðu frábærlega og Blikakonur unnu meistaraefnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:00 Keira Breeanne Robinson hitti ekki úr skoti utan af velli en leiddi samt Skallagrímsliðið til sigurs á Ásvöllum í gær með því að komast sjö sinnum á vítalínuna og taka 13 fráköst. Vísir/Vilhelm Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira