Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.
Nú var komið að því að skoða heimili leikkonunnar Hilary Duff og tók hún vel á móti útsendara Architectural Digest.
Á síðustu átta árum hefur Duff tekið heimilið í gegn í tvígang og hefur hún komið sér vel fyrir í þessu fallega fjölskylduheimili.
Hilary Duff er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í allskyns Disney-þáttunum og kvikmyndum og var hún ein vinsælasta barnastjarna heims á sínum tíma.