Það þarf ekki nema einn starfsmann til að skemma hópinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. september 2020 09:10 Samkvæmt rannsóknum er neikvæð hegðun starfsfólks meira smitandi en jákvæð. Vísir/Getty Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér og eyðileggja þau öll. Það sama gildir um starfsmannahópa og teymi. Það þarf ekki nema einn til að skemma móralinn og liðsheildina. Þessi einstaklingur getur reyndar gert meira en að skemma móralinn því það þarf ekki nema einn starfsmann til að auka á kæruleysi, mistök eða misferli innan starfsmannahópa eða smita frá sér hegðun á vinnustaðnum sem áður var ekki þekkt. T.d. varðandi stundvísi, þátttöku á fundum, almennt viðmót við samstarfsaðila og fleira. Í umfjöllun Harvard Business Review er greint frá niðurstöðum rannsóknar sem sýna að svo smitandi getur einn neikvæður starfsmaður verið að ekki einu sinni rótgróin og heilbrigð fyrirtækjamenning nær að sporna við þessum áhrifum. Það þarf hreinlega ekki nema einn til! Þá segir að sama hvernig á málin er litið, er það alltaf dýrkeypt fyrir vinnustaði að grípa ekki í taumana. Skiptir þá engu þótt viðkomandi starfsmaður sé duglegur eða skili ýmsu góðu af sér í starfi. Fórnarkostnaðurinn sem hlýst af því hvað hann skemmir útfrá sér er alltaf meiri en ávinningurinn af starfi viðkomandi. En hvernig getur einn starfsmaður smitað svona mikið út frá sér? Samkvæmt rannsóknum er það almennt þannig að neikvæð hegðun eða viðhorf er meira smitandi á meðal starfsfólks en jákvæð. Áskorun stjórnenda felst hins vegar í því að reyna að draga úr þessum smitáhrifum þannig að neikvæð hegðun smiti sem minnst frá sér. Þar skiptir fjölbreytileiki teyma máli því eitt af því sem fram kom í umræddri rannsókn er að einsleitir hópar eru líklegri en aðrir til að taka upp sömu hegðun eða viðhorf í samanburði við hópa sem eru ólíkir innbyrðis. Rannsóknin fór þannig fram að rýnt var í breytingar á hegðun og viðhorfi starfsfólks útibúa fjármálafyrirtækja sem höfðu sameinast. Mælingar voru gerðar fyrir og eftir sameiningu. Þá var rýnt í kvartanir viðskiptavina og mistök starfsfólks. Sýndu niðurstöður meðal annars að líkurnar á að starfsfólk geri mistök aukast um 37% ef viðkomandi starfsmaður fer að vinna með vinnufélaga sem er gjarn á að vera kærulaus eða gera oft mistök. Þá var það skoðað hvort smitáhrif neikvæðrar hegðunar eins starfsmanns voru minni í samruna útibúa þar sem engin breyting var í stjórnendahópi. Svo reyndist ekki vera. Segja forsvarsmenn rannsóknarinnar því að jafnvel stálheiðarlegt fólk verði fyrir neikvæðum áhrifum á samstarfi við einstakling sem sýnir af sér neikvæða hegðun eða viðhorf og telst þá vera þetta eina skemmda epli. Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00 Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér og eyðileggja þau öll. Það sama gildir um starfsmannahópa og teymi. Það þarf ekki nema einn til að skemma móralinn og liðsheildina. Þessi einstaklingur getur reyndar gert meira en að skemma móralinn því það þarf ekki nema einn starfsmann til að auka á kæruleysi, mistök eða misferli innan starfsmannahópa eða smita frá sér hegðun á vinnustaðnum sem áður var ekki þekkt. T.d. varðandi stundvísi, þátttöku á fundum, almennt viðmót við samstarfsaðila og fleira. Í umfjöllun Harvard Business Review er greint frá niðurstöðum rannsóknar sem sýna að svo smitandi getur einn neikvæður starfsmaður verið að ekki einu sinni rótgróin og heilbrigð fyrirtækjamenning nær að sporna við þessum áhrifum. Það þarf hreinlega ekki nema einn til! Þá segir að sama hvernig á málin er litið, er það alltaf dýrkeypt fyrir vinnustaði að grípa ekki í taumana. Skiptir þá engu þótt viðkomandi starfsmaður sé duglegur eða skili ýmsu góðu af sér í starfi. Fórnarkostnaðurinn sem hlýst af því hvað hann skemmir útfrá sér er alltaf meiri en ávinningurinn af starfi viðkomandi. En hvernig getur einn starfsmaður smitað svona mikið út frá sér? Samkvæmt rannsóknum er það almennt þannig að neikvæð hegðun eða viðhorf er meira smitandi á meðal starfsfólks en jákvæð. Áskorun stjórnenda felst hins vegar í því að reyna að draga úr þessum smitáhrifum þannig að neikvæð hegðun smiti sem minnst frá sér. Þar skiptir fjölbreytileiki teyma máli því eitt af því sem fram kom í umræddri rannsókn er að einsleitir hópar eru líklegri en aðrir til að taka upp sömu hegðun eða viðhorf í samanburði við hópa sem eru ólíkir innbyrðis. Rannsóknin fór þannig fram að rýnt var í breytingar á hegðun og viðhorfi starfsfólks útibúa fjármálafyrirtækja sem höfðu sameinast. Mælingar voru gerðar fyrir og eftir sameiningu. Þá var rýnt í kvartanir viðskiptavina og mistök starfsfólks. Sýndu niðurstöður meðal annars að líkurnar á að starfsfólk geri mistök aukast um 37% ef viðkomandi starfsmaður fer að vinna með vinnufélaga sem er gjarn á að vera kærulaus eða gera oft mistök. Þá var það skoðað hvort smitáhrif neikvæðrar hegðunar eins starfsmanns voru minni í samruna útibúa þar sem engin breyting var í stjórnendahópi. Svo reyndist ekki vera. Segja forsvarsmenn rannsóknarinnar því að jafnvel stálheiðarlegt fólk verði fyrir neikvæðum áhrifum á samstarfi við einstakling sem sýnir af sér neikvæða hegðun eða viðhorf og telst þá vera þetta eina skemmda epli.
Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00 Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01
Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00
Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35