Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar liðið sigraði Boston Celtics, 112-109, í úrslitum Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami er 3-1 yfir í einvíginu og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í sex ár.
Herro skoraði 37 stig sem er met hjá nýliða Miami í úrslitakeppni. Hann er aðeins annar tvítugi leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni NBA sem skorar 37 stig eða meira í leik. Hinn er sjálfur Magic Johnson sem skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Philadelphia 76ers í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvíginu 1980.
Tyler Herro's 37 points tonight were the second-most a player Age 20 or younger has ever scored in an #NBAPlayoffs game.
— NBA.com/Stats (@nbastats) September 24, 2020
Magic Johnson scored 42 on May 16, 1980. pic.twitter.com/ft9z7E5kJr
Herro hitti úr fjórtán af 21 skoti sínu utan af velli og skoraði fimm þriggja stiga körfur. Sautján af 37 stigum Herros komu í 4. leikhluta.
Most playoff PTS ever by a Heat rookie. @raf_tyler scores 37.. a win Fri. (8:30pm/et on ESPN) can put the @MiamiHEAT in the NBA Finals! pic.twitter.com/gB9dPk6U8H
— NBA (@NBA) September 24, 2020
Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og tók níu fráköst, Goran Dragic skilaði 22 stigum og Bam Adebayo var með 20 stig og tólf fráköst.
Jaylen Brown minnkaði muninn í þrjú stig, 107-104, fyrir Boston þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar sextán sekúndur voru eftir. En Herro kláraði svo leikinn á vítalínunni.
Game 4. Quarter 4. Time for Herro ball.@raf_tyler scores 1 7 in the 4th.. Game 5 is Friday at 8:30 PM ET on ESPN! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/JgNjz8PAkJ
— NBA (@NBA) September 24, 2020
Eftir að hafa mistekist að skora í fyrri hálfleik reif Jayson Tatum sig upp í þeim seinni og skoraði þá 28 stig fyrir Boston. Hann tók einnig níu fráköst. Brown skoraði 21 stig og Kemba Walker 20. Boston verður að vinna fimmta leikinn gegn Miami á föstudaginn til að eygja von um að komast í úrslitin.