Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 08:01 Innan við eitt þúsund manns búa í norska þorpinu Mehamn í Finnmörk, einu nyrsta þorpi Noregs. Rünno Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. Hún segir Gunnar Jóhann hafa ráðist á sig í eitt skipti og sömuleiðis sent henni ljót skilaboð. Einu sinni hafi Gunnar sagt hana hafa fætt lítinn Anders Breivik, og vísaði til norska hryðjuverkamannsins. Hún segist þó alltaf frekar hafa óttast að hann myndi skaða sjálfan sig frekar en verða einhverjum að bana. Elena Undeland bar vitni við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram ytra. Gunnar Jóhann er ákærður fyrir manndráp að yfirlögðu ráði en hann viðurkennir að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann fullyrðir hins vegar að það hafi verið slys. Hann hafi ætlað að hræða bróður sinn með haglabyssu og skot hlaupið úr byssunni. Staðarmiðillinn iFinnmark hefur greint ítarlega frá vendingum í dómsal þar sem aðalmeðferð fer fram. Lokaði á Gunnar á Snapchat Elena rakti samskipti sín og kynni af Gunnari Jóhanni sem hún segir að hafi verið öfundsjúkur og ekki sætt sig við að hún hafi viljað lifa lífinu áfram eftir sambandsslit þeirra. Hann hefði meðal annars hótað henni endurtekið á Snapchat og gengið svo langt að líkja barni þeirra við hryðjuverkamanninn Anders Breivik. Í framhaldinu hafi hún lokað á hann á Snapchat. Gunnar Jóhann hlýddi á barnsmóður sína lýsa stormasömum samskiptum þeirra í dómsal sem náðu hæstu hæðum þegar hann komst að því í upphafi árs að Elena og Gísli, hálfbróðir hans, væru farin að rugla saman reytum. Gísli og Gunnar Jóhann eru sammæðra og ólust upp í Njarðvík við erfiðar aðstæður. Elena segir þau Gunnar hafa orðið par árið 2013 og flutt utan til Noregs ári síðar. Þar eignuðust þau tvö börn. Elena útskýrði á einlægum nótum að þau hefðu bæði átt í vandræðum með fíkniefni og áfengi. Hún hefði sagt skilið við það líferni þegar hún varð ólétt en ekki Gunnar Jóhann. Vildu ekki að börnin yrðu skilnaðarbörn „Ég hætti að nota vímuefni en hann drakk áfram. Hann hafði enga stjórn á drykkjunni. Ef það var bjór í ísskápnum, hvort sem þeir voru tveir eða tuttugu, þá varð hann að klára þá alla. Við áttuðum okkur á því að hann ætti við vandamál að stríða, og hann skildi það sjálfur. Við vildum bæði að hann hætti. Við erum bæði skilnaðarbörn og vildum ekki að börnin okkar upplifðu það sama,“ hefur iFinnmark eftir Elenu úr dómsal. Drykkjuvandamál Gunnars hafi aðeins færst í aukana og var ástæða þess að hún vildi slíta sambandinu. Í júní 2017 er Gunnari gefið að sök að hafa komið að heimili hennar og barnanna og þrengt að hálsi hennar á meðan hún hélt á öðru barninu. „Hann öskraði ókvæðisorð á mig á meðan. Þegar hann lagðist niður á gólfið fór ég út með börnin og til barnaverndar. Þetta var byrjunin á endinum á sambandi okkar,“ sagði Elena. Nokkru síðar flutti hún aftur til Íslands þar sem hún bjó í níu mánuði. Vonaði að Gunnar eignaðist nýja kærustu „Ástandið var orðið svo erfitt í Mehamn svo ég yfirgaf svæðið. Hann brást illa við því og vildi fjölskyldu sína aftur,“ sagði Elena. Hún segir Gunnar Jóhann hafa sent henni líflátshótanir í skilaboðum á meðan hún var á Íslandi. „Ég vissi aldrei til hvers hann var líklegur þegar hann var undir áhrifum og var hrædd um að vera í sama landi ef það gerðist. Hann var ekki í jafnvægi þegar hann drakk.“ Elena flutti aftur til Mehamn í október 2018 og í eigin íbúð. Hún segist hafa vonað að Gunnar færi í meðferð og eignaðist nýja kærustu, svo hann gæti horft fram á veginn. Í staðinn hótaði hann að drepa nýja kærasta ef hún eignaðist þá. Meiri áhyggjur af sjálfsmorði „Hann sagði að ég hefði eyðilagt fyrir honum og fjölskyldunni, og að ég væri að eyðileggja fyrir börnum okkar. Samskiptin urðu verri og verri. Þegar hann var reiður sagði hann alls kyns hluti. Sérstaklega undir áhrifum fíkniefna og áfengis.“ Í febrúar 2019, nokkrum mánuðum eftir að Elena og Gísli tóku saman, birtist Gunnar við íbúð Elenu og hafði uppi frekari hótanir. Gísli mætti á svæðið. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Trond Einar Olaussen bæjarstjóri segir Gísla Þór hafa verið áberandi í bæjarlífinu og afar vel liðinn. „Það voru smá átök fyrir utan húsið svo ég hringdi á lögregluna,“ rifjaði Elena upp. Torstein Lindquister, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins og krefst sakfellingar fyrir manndráp, spurði Elenu hvort hún hefði tekið alvarlega ásakanir Gunnars um að skjóta nýja kærasta. „Nei, eiginlega ekki. Ég hafði meiri áhyggjur af því að hann svipti sig lífi. Hann er faðir barnanna minna.“ Rottur sem myndu uppskera eins og þær sáðu Samband Elenu og Gísla Þórs hófst í nóvember 2018. Þau héldu því þó fyrir sig. „Við vildum bíða eftir að ákærði væri í betra jafnvægi og á betri stað. Við áttum von á því að ákærði myndi flytja í burtu, hann hafði rætt það.“ Í janúar 2019 spurði Gunnar svo Elenu hvort þau Gísli ættu í ástarsambandi. Elena neitaði að staðfesta það. Gunnar fékk svo staðfestingu þegar hann fékk skilaboð fyrir mistök í síma sinn. Ætlaði hann að hitta bróður sinn í framhaldinu sem vildi ekki ræða málið við hann og vísaði honum í burtu. Í framhaldinu bárust bæði Gísla og Elenu hótanir. „Hann sagði að við værum rottur og að við myndum uppskera eins og við sáðum,“ sagði Elena. Hótaði að skjóta hana ef ekki væri fyrir börnin Næst hafi Elena séð Gunnar á leiðinni í meðferð á geðdeild þar sem hann hafi dvalið í níu daga. Þá hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart Gísla og Elenu. „Hann kom til mín áður en hann fór. Hann tók í höndina mína og hvíslaði að ég ætti ekki að vera í sambandi með Gísla, því þá myndi hann skjóta Gísla. Hann sagði líka að ef ég hefði ekki reynst börnum okkar svona vel myndi hann skjóta mig líka.“ Eitt barnanna hafi verið í herberginu þegar þetta gerðist. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Gunnar yfirgaf meðferðina og sagðist í dómsal ekki hafa fundist hann græða neitt á henni. Elena segist hafa orðið kvíðin þegar hún vissi af Gunnari á leiðinni heim um páskana. Þetta var daginn áður en Gísli var drepinn. „Mér var tjáð að hann væri kominn heim og byrjaður að drekka. Svo fékk ég símtal frá kunningja ákærða. Hann hafði áhyggjur af honum þegar hann vissi að honum liði illa,“ sagði Elena. Löggan bankaði óvænt upp á Á miðnætti hafi hún farið að sofa og Gísli lagt sig á sófann. Um klukkan fimm um morguninn fór Gísli heim til sín að skipta í vinnufötin enda á leiðinni á veiðar. Næst hafi Elena vitað af sér þegar bankað er á dyrnar heima hjá henni og lögregluþjónar standa fyrir utan. „Þetta voru tveir lögregluþjónar með skjöld fyrir andlitunum og spurðu hvort það væri í lagi með mig. Þeir spurðu um Gísla og ég sagði að hann væri á veiðum. Þeir sögðu mér að læsa að mér og bíða í húsinu. Ég áttaði mig ekki á því hvað hefði gerst,“ sagði Elena. Hún hafi bæði hringt í vin sinn og Gísla auk þess að leita á vefsíðunni Marine Traffic að bát Gísla. Þá hafi hún séð að hann var enn við bryggju. Hún hafi spurt vin út í þetta sem hafi sagt að stundum sé eitthvað í ólagi með vefsíðuna. Ég velti fyrir mér hvort Gísli væri sofandi í bátnum og hélt niður á bryggju. Þar var báturinn en enginn Gísli. Klukkan átta um morguninn mætti lögregla aftur heim til hennar og tjáði henni að Gísli hefði verið drepinn. „Ég man lítið eftir næstu dögum,“ segir Elena. En þeir hafi verið henni erfiðir. Lífinu snúið á hvolf „Börnin mín misstu tvo lykilmenn úr lífi sínu, föður og frænda. Nú eiga þau bara mig að,“ sagði hún. Mette Yvonne Larsen, réttargæslumaður Elenu, spurði Elenu nánar út í hótanir Gunnars í garð þeirra Gísla. Hún hefði átt erfitt uppdráttar vegna þeirra. „Ég var í áfalli í ágúst í fyrra. Eftir að hafa farið með krakkana í leikskólann fór ég heim og grét allan daginn,“ sagði Elena sem leitaði sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið. „Ábyrðartilfinning sækir á mig. Þetta hefði ekki átt að fara svona. Við Gísli hefðum átt að bíða með að segja að við værum kærustupar. Ég fæ þessar hugsanir. Ég finn til ábyrgðar vegna þessa en ég veit að ábyrgðin er ekki mín. Lífi mínu hefur verið snúið á hvolf.“ Brotaferill að baki Gunnar Jóhann á nokkurn brotaferil að baki hér á landi. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. Í báðum tilfellum bar Gunnar Jóhann við minnisleysi vegna mikillar neyslu vímuefna, áfengis og annarra fíkniefna. Auk fyrrnefndra brot hefur Gunnar Jóhann verið dæmdur fyrir þjófnað, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, ölvunarakstur og fíkniefnabot svo eitthvað sé nefnt. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. Hún segir Gunnar Jóhann hafa ráðist á sig í eitt skipti og sömuleiðis sent henni ljót skilaboð. Einu sinni hafi Gunnar sagt hana hafa fætt lítinn Anders Breivik, og vísaði til norska hryðjuverkamannsins. Hún segist þó alltaf frekar hafa óttast að hann myndi skaða sjálfan sig frekar en verða einhverjum að bana. Elena Undeland bar vitni við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram ytra. Gunnar Jóhann er ákærður fyrir manndráp að yfirlögðu ráði en hann viðurkennir að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann fullyrðir hins vegar að það hafi verið slys. Hann hafi ætlað að hræða bróður sinn með haglabyssu og skot hlaupið úr byssunni. Staðarmiðillinn iFinnmark hefur greint ítarlega frá vendingum í dómsal þar sem aðalmeðferð fer fram. Lokaði á Gunnar á Snapchat Elena rakti samskipti sín og kynni af Gunnari Jóhanni sem hún segir að hafi verið öfundsjúkur og ekki sætt sig við að hún hafi viljað lifa lífinu áfram eftir sambandsslit þeirra. Hann hefði meðal annars hótað henni endurtekið á Snapchat og gengið svo langt að líkja barni þeirra við hryðjuverkamanninn Anders Breivik. Í framhaldinu hafi hún lokað á hann á Snapchat. Gunnar Jóhann hlýddi á barnsmóður sína lýsa stormasömum samskiptum þeirra í dómsal sem náðu hæstu hæðum þegar hann komst að því í upphafi árs að Elena og Gísli, hálfbróðir hans, væru farin að rugla saman reytum. Gísli og Gunnar Jóhann eru sammæðra og ólust upp í Njarðvík við erfiðar aðstæður. Elena segir þau Gunnar hafa orðið par árið 2013 og flutt utan til Noregs ári síðar. Þar eignuðust þau tvö börn. Elena útskýrði á einlægum nótum að þau hefðu bæði átt í vandræðum með fíkniefni og áfengi. Hún hefði sagt skilið við það líferni þegar hún varð ólétt en ekki Gunnar Jóhann. Vildu ekki að börnin yrðu skilnaðarbörn „Ég hætti að nota vímuefni en hann drakk áfram. Hann hafði enga stjórn á drykkjunni. Ef það var bjór í ísskápnum, hvort sem þeir voru tveir eða tuttugu, þá varð hann að klára þá alla. Við áttuðum okkur á því að hann ætti við vandamál að stríða, og hann skildi það sjálfur. Við vildum bæði að hann hætti. Við erum bæði skilnaðarbörn og vildum ekki að börnin okkar upplifðu það sama,“ hefur iFinnmark eftir Elenu úr dómsal. Drykkjuvandamál Gunnars hafi aðeins færst í aukana og var ástæða þess að hún vildi slíta sambandinu. Í júní 2017 er Gunnari gefið að sök að hafa komið að heimili hennar og barnanna og þrengt að hálsi hennar á meðan hún hélt á öðru barninu. „Hann öskraði ókvæðisorð á mig á meðan. Þegar hann lagðist niður á gólfið fór ég út með börnin og til barnaverndar. Þetta var byrjunin á endinum á sambandi okkar,“ sagði Elena. Nokkru síðar flutti hún aftur til Íslands þar sem hún bjó í níu mánuði. Vonaði að Gunnar eignaðist nýja kærustu „Ástandið var orðið svo erfitt í Mehamn svo ég yfirgaf svæðið. Hann brást illa við því og vildi fjölskyldu sína aftur,“ sagði Elena. Hún segir Gunnar Jóhann hafa sent henni líflátshótanir í skilaboðum á meðan hún var á Íslandi. „Ég vissi aldrei til hvers hann var líklegur þegar hann var undir áhrifum og var hrædd um að vera í sama landi ef það gerðist. Hann var ekki í jafnvægi þegar hann drakk.“ Elena flutti aftur til Mehamn í október 2018 og í eigin íbúð. Hún segist hafa vonað að Gunnar færi í meðferð og eignaðist nýja kærustu, svo hann gæti horft fram á veginn. Í staðinn hótaði hann að drepa nýja kærasta ef hún eignaðist þá. Meiri áhyggjur af sjálfsmorði „Hann sagði að ég hefði eyðilagt fyrir honum og fjölskyldunni, og að ég væri að eyðileggja fyrir börnum okkar. Samskiptin urðu verri og verri. Þegar hann var reiður sagði hann alls kyns hluti. Sérstaklega undir áhrifum fíkniefna og áfengis.“ Í febrúar 2019, nokkrum mánuðum eftir að Elena og Gísli tóku saman, birtist Gunnar við íbúð Elenu og hafði uppi frekari hótanir. Gísli mætti á svæðið. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Trond Einar Olaussen bæjarstjóri segir Gísla Þór hafa verið áberandi í bæjarlífinu og afar vel liðinn. „Það voru smá átök fyrir utan húsið svo ég hringdi á lögregluna,“ rifjaði Elena upp. Torstein Lindquister, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins og krefst sakfellingar fyrir manndráp, spurði Elenu hvort hún hefði tekið alvarlega ásakanir Gunnars um að skjóta nýja kærasta. „Nei, eiginlega ekki. Ég hafði meiri áhyggjur af því að hann svipti sig lífi. Hann er faðir barnanna minna.“ Rottur sem myndu uppskera eins og þær sáðu Samband Elenu og Gísla Þórs hófst í nóvember 2018. Þau héldu því þó fyrir sig. „Við vildum bíða eftir að ákærði væri í betra jafnvægi og á betri stað. Við áttum von á því að ákærði myndi flytja í burtu, hann hafði rætt það.“ Í janúar 2019 spurði Gunnar svo Elenu hvort þau Gísli ættu í ástarsambandi. Elena neitaði að staðfesta það. Gunnar fékk svo staðfestingu þegar hann fékk skilaboð fyrir mistök í síma sinn. Ætlaði hann að hitta bróður sinn í framhaldinu sem vildi ekki ræða málið við hann og vísaði honum í burtu. Í framhaldinu bárust bæði Gísla og Elenu hótanir. „Hann sagði að við værum rottur og að við myndum uppskera eins og við sáðum,“ sagði Elena. Hótaði að skjóta hana ef ekki væri fyrir börnin Næst hafi Elena séð Gunnar á leiðinni í meðferð á geðdeild þar sem hann hafi dvalið í níu daga. Þá hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart Gísla og Elenu. „Hann kom til mín áður en hann fór. Hann tók í höndina mína og hvíslaði að ég ætti ekki að vera í sambandi með Gísla, því þá myndi hann skjóta Gísla. Hann sagði líka að ef ég hefði ekki reynst börnum okkar svona vel myndi hann skjóta mig líka.“ Eitt barnanna hafi verið í herberginu þegar þetta gerðist. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Gunnar yfirgaf meðferðina og sagðist í dómsal ekki hafa fundist hann græða neitt á henni. Elena segist hafa orðið kvíðin þegar hún vissi af Gunnari á leiðinni heim um páskana. Þetta var daginn áður en Gísli var drepinn. „Mér var tjáð að hann væri kominn heim og byrjaður að drekka. Svo fékk ég símtal frá kunningja ákærða. Hann hafði áhyggjur af honum þegar hann vissi að honum liði illa,“ sagði Elena. Löggan bankaði óvænt upp á Á miðnætti hafi hún farið að sofa og Gísli lagt sig á sófann. Um klukkan fimm um morguninn fór Gísli heim til sín að skipta í vinnufötin enda á leiðinni á veiðar. Næst hafi Elena vitað af sér þegar bankað er á dyrnar heima hjá henni og lögregluþjónar standa fyrir utan. „Þetta voru tveir lögregluþjónar með skjöld fyrir andlitunum og spurðu hvort það væri í lagi með mig. Þeir spurðu um Gísla og ég sagði að hann væri á veiðum. Þeir sögðu mér að læsa að mér og bíða í húsinu. Ég áttaði mig ekki á því hvað hefði gerst,“ sagði Elena. Hún hafi bæði hringt í vin sinn og Gísla auk þess að leita á vefsíðunni Marine Traffic að bát Gísla. Þá hafi hún séð að hann var enn við bryggju. Hún hafi spurt vin út í þetta sem hafi sagt að stundum sé eitthvað í ólagi með vefsíðuna. Ég velti fyrir mér hvort Gísli væri sofandi í bátnum og hélt niður á bryggju. Þar var báturinn en enginn Gísli. Klukkan átta um morguninn mætti lögregla aftur heim til hennar og tjáði henni að Gísli hefði verið drepinn. „Ég man lítið eftir næstu dögum,“ segir Elena. En þeir hafi verið henni erfiðir. Lífinu snúið á hvolf „Börnin mín misstu tvo lykilmenn úr lífi sínu, föður og frænda. Nú eiga þau bara mig að,“ sagði hún. Mette Yvonne Larsen, réttargæslumaður Elenu, spurði Elenu nánar út í hótanir Gunnars í garð þeirra Gísla. Hún hefði átt erfitt uppdráttar vegna þeirra. „Ég var í áfalli í ágúst í fyrra. Eftir að hafa farið með krakkana í leikskólann fór ég heim og grét allan daginn,“ sagði Elena sem leitaði sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið. „Ábyrðartilfinning sækir á mig. Þetta hefði ekki átt að fara svona. Við Gísli hefðum átt að bíða með að segja að við værum kærustupar. Ég fæ þessar hugsanir. Ég finn til ábyrgðar vegna þessa en ég veit að ábyrgðin er ekki mín. Lífi mínu hefur verið snúið á hvolf.“ Brotaferill að baki Gunnar Jóhann á nokkurn brotaferil að baki hér á landi. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. Í báðum tilfellum bar Gunnar Jóhann við minnisleysi vegna mikillar neyslu vímuefna, áfengis og annarra fíkniefna. Auk fyrrnefndra brot hefur Gunnar Jóhann verið dæmdur fyrir þjófnað, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, ölvunarakstur og fíkniefnabot svo eitthvað sé nefnt.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23