Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. september 2020 11:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það komi enn dálítið á óvart hversu margir þurfi að fara í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira