„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 21:52 Beðið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Vilhelm Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07
Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40