Telur ekki að smitum fækki mikið á næstu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 12:56 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir hópi vísindamanna við skólann sem gera spálíkan vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira