Fórnar því að vera viðstaddur fæðingu sonarins fyrir leiki í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 11:01 Gordon Hayward kom aftur inn í lið Boston Celtics í síðasta leik og Jayson Tatum var sáttur með það. Getty/Kevin C. Cox Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Leikmenn NBA-deildarinnar mega ekki yfirgefa „NBA-bubbluna“ í Disneygarðinum á Flórída. Sumir þurfa því að taka stóra og persónulega ákvörðun þegar þeir eru að verða pabbar í miðri úrslitakeppninni. Boston Celtics leikmaðurinn Gordon Hayward á von á barni með eiginkonu sinni á sama tíma og hann er á fullu með Boston Celtics liðinu í úrslitakeppninni. Eiginkonan hans hefur nú komið einu á hreint. Gordon Hayward hefur misst af mörgum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár vegna meiðsla en hann ætlar ekki að missa af fleirum jafnvel þótt að hann sé að verða faðir á næstunni. Gordon Hayward will not leave the bubble to be present for the birth of his child as previously planned, per @Rachel__Nichols pic.twitter.com/tZA2EkhfiE— Bleacher Report (@BleacherReport) September 20, 2020 Allir leikmenn NBA-deildarinnar eru staddir í svokallaðir „bubblu“ og hafa verið þar í marga mánuði. Leikmenn þurfa að fara í sóttkví fari þeir út úr „bubblunni“ í Disney World. Gordon Hayward er nýkominn til baka eftir mánaðarfjarveru vegna ökklameiðsla. Boston tapaði án hans á móti Miami Heat í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar en minnkaði muninn í 2-1 í hans fyrsta leik. Það munaði greinilega um endurkomu Gordon Hayward sem var með 6 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum. Eiginkona Gordon Hayward á von á sér í lok þessa mánaðar. Hayward ætlaði að yfirgefa bubbluna og vera hjá henni en hefur nú breytt um skoðun. Hefði Hayward yfirgefið „NBA-bubbluna“ þá hefði hann örugglega misst af leikjum í úrslitakeppninni. „Nei ég er ekki með hríðir. Þegar ég vil segja frá því að þessi strákur sé kominn í heiminn þá geri ég það. Þangað til vinsamlega hættið að tala um það. Gordan mun ekki yfirgefa bubbluna til að vera viðstaddur fæðinguna svo hættið að spyrja um það líka. Takk fyrir,“ skrifaði Robyn Hayward, eiginkona Gordon Hayward, á Instagram. Gordon og Robyn Hayward eiga saman þrjár stelpur en þetta verður fyrsti strákurinn. Stelpurnar þeirra eru hér fyrir neðan. View this post on Instagram The girls are ready to see their daddy! @gordonhayward A post shared by Robyn Hayward (@robynmhayward) on Jul 31, 2020 at 2:32pm PDT
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira