Ekki rétt að leita að sökudólgum Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 14:29 Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Mynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03