„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. september 2020 11:36 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira