Uppeldið hafði meiri áhrif en kynferðisofbeldið: „Ég þráði að vera elskuð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 10:29 Anna Katrín Snorradóttir opnaði sig um slæmt uppeldi á heimili hennar í barnæsku sem og kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Anna Katrín Snorradóttir tók þá ákvörðun á fullorðinsárum að slíta öll tengsl við foreldra sína. Hún segir að þessi ákvörðun hafi vakið undrun sumra og jafnvel hneykslan en hún hvetur fólk til þess að hætta meðvirkni með foreldrum sem standa sig ekki í stykkinu. Anna Katrín segir mikilvægt að opna umræðuna um málefnið og að fólk beri virðingu fyrir slíkum ákvörðunum enda séu þær ekki teknar af léttúð. Anna Katrín var misnotuð af lögmanninum Robert Downey þegar hún var unglingur og tók virkan þátt í Höfum hátt-átakinu fyrir nokkrum árum. Hún segir hins vegar að af tvennu illu hafi uppeldið sem hún hlaut haft meiri áhrif á hana en kynferðisofbeldið. Hún ritaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína um foreldra sína og erfiðan uppvöxt sem vakti töluverða athygli. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Önnu Katrínu í Íslandi í dag í gærkvöldi sem segist hafa verið viðbúin öllu eftir að hún birti pistilinn. Viðbrögðin komu henni á óvart. „Ég er ennþá orðlaus yfir viðbrögðunum. Þau eru öll jákvæð,“ segir Anna Katrín. Í pistlinum segir Anna Katrín að foreldrar hennar hafi verið það sem hún kallar „toxic“ eða eitraðir og skilgreinir það þannig að eitraðir foreldrar séu þeir sem ekki hafa unnið úr eða borið ábyrgð á sínum eigin áföllum og taki sársaukann út til að mynda á börnunum sínum. Hún dregur upp dökka mynd af heimilisaðstæðunum og segist hafa lifað alla barnæskuna við þá tálsýn að hún væri elskuð af foreldrum sínum þegar raunin var sú að hún var það ekki. Öllu þessu hafi fylgt mikil meðvirkni og skömm sem hún bar með sér fram á fullorðinsár. Hún hvetur fólk til að hætta meðvirkni með foreldrum sem standa sig ekki í stykkinu og segist hafa verið viðbúin öllu eftir að hún sendi frá sér pistilinn en viðbrögðin komu henni á óvart. „Það er ekki þessi stuðningur, það er ekki ást, það er ekki virðing. Skömmin er svolítið sú ef ég segi að ég sé ekki með heilbrigða foreldra hvað hugsar fólk um mig. Á bak við skömmina er líka mikil hræðsla. Hvað gera foreldra mínir ef ég segi þetta, hvað gera fjölskyldumeðlimir? Ég var bara komin á þann stað – af hverju er þetta tabú? Það er ekki gefins að foreldri elski barnið að foreldri sé gott foreldri bara við það að eignast barn. Það þarf svo miklu, miklu meira til,“ segir Anna Katrín. „Frá því ég man eftir mér þá var ég ofboðslega sjálfstæð – ég þurfti að hugsa um mig mjög mikið sjálf og bera mikla ábyrgð – lifði í stanslausum ótta. Ég vissi aldrei hvað byði mín þegar ég kæmi heim. Að alast upp í þannig umhverfi og verða vitni að ofbeldi inni á heimilinu, barsmíðum, öskrum, látum. Ég byrjaði að sýna einkenni mjög ung af áfallastreitu og kvíða – alltaf með höfuðverk, alltaf með magaverk, læddist með veggjum, kom heim og var mikið inni í herberginu mínu og svaf.“ Vissi einhver af þessum heimilisaðstæðum í æsku? „Það hefur enginn ennþá viðurkennt það en það bara getur ekki annað verið. Ég held alveg að fólk hafi vitað en það þorði enginn að segja neitt.“ Anna Katrín var enn barnung þegar hún fór að fá slæm kvíðaköst og hún gagnrýnir að enginn hafi velt fyrir sér hvers vegna. „Ég var með miklar hjartsláttartruflanir og hrædd um að hún sé að deyja en það kom aldrei sálfræðingur í ferlinu enginn úr skólanum eða fjölskyldunni sem spurði bara er allt í lagi? það mátti ekki tala um þetta.“ Anna Katrín á góðri stundu með fjölskyldu sinni. Þegar Anna Katrín komst á fullorðinsár var henni mikið í mun að lifa heilbrigðu lífi og standa sig á öllum vígstöðvum. Hún eignaðist mann og tvo syni, fór í háskólanám og var í mörgum vinnum samhliða því. „Ég fór í gegnum lífið svolítið á hnefanum bara þangað til ég „krassaði“ og fékk mjög stórt taugaáfall. Það þurfti að hringja á sjúkrabíl til þess að koma og aðstoða mig við að ná áttum. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti hjálp.“ Ekki hafa hátt um þetta Síðan eru liðin fjögur ár og Anna Katrín hefur unnið markvisst í sínum málum. Það er þó ekki bara uppeldið sem krefst úrvinnslu því á unglingsaldri var Anna Katrín misnotuð kynferðislega af lögmanninum Róbert Downey. Hún segir það til marks um tvískinnung að henni hafi verið hælt fyrir að segja frá kynferðisofbeldinu en þegar kom að ofbeldi innan veggja heimilisins hafi fólk bent henni á að réttast væri að hafa ekki hátt um það. Anna Katrín spyr: og tekið úr statusnum hennar – „Af hverju er það sem Robert barnaníðingur gerði mér „ekki í lagi“ en það sem foreldrar mínir gerðu „í lagi?“ „Það er staðreynd að hann er afleiðing af æskunni minni. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir beri ábyrgð á því sem hann gerði en hann vissi allt eins og hefur komið fram þá þóttist hann vera 16 ára strákur sem kallaði sig Rikki og hann var minn trúnaðarvinur í einhver tvö ár þar sem ég talaði við hann nánast á hverjum degi og ég sagði honum nánast allt hvað gekk á með pabba og mömmu heimilið og erfiðleika með peninga og allt saman og hann bara greip tækifæri hann er bara predator,“ segir Anna og heldur áfram: „Hann talar um mann sem geti hjálpað mér sem eigi peninga sem geti hjálpað mér og ég samþykkti það að hitta þennan mann en ég vissi ekki hvað myndi gerast og það voru hrikalegir hlutir sem gerast þar og gerast í nokkur skipti. Hann náði einhverjum heljartökum á mér og ef ég reyndi að slíta mig lausa þá sagði hann bara ég segi frá, ég segi frá hvað þú ert búin að gera að þú sért búin að fá pening hjá mér fyrir þetta og þetta. Ég var mjög hrædd og brengluð í hausnum á þessum tíma og átti engar fyrirmyndir og ég segi engum frá þessu.“ Anna segist hafa verið hrædd við það að segja manninum sínum frá. Hún segir líka að hefði allt verið með felldu innan veggja heimilisins hefði einhver átt að setja spurningarmerki við það að hún hafi skyndilega eignast umtalsverða peninga. „Allt í einu gat ég farið að kaupa mér ný föt, keypti mér mat og leigði mér DVD fyrir þessa peninga en það var enginn sem spurði, hvaðan komu þessir peningar.“ Anna Katrín segir það hafa verið mikið áfall þegar hún komst að því að Rikki og Róbert voru einn og sami maðurinn. Ofan á allt annað missti hún þar sinn eina trúnaðarvin. „Það var í annað eða þriðja skiptið sem ég hitti Róbert og hann spyr mig hvernig gengur með pabba þinn hvernig var seinasta pabbahelgi. Ég hugsaði strax, ha? Hvernig veist þú það? Alltaf þegar ég bað um að hitta Rikka þá var alltaf afsökun fyrir því, hann bjó í útlöndum eða hafði ekki tíma – þetta var rosalega lúmskt en þarna missti hann þetta út úr sér og ég bara vissi það. Það var ennþá meira áfall því hann í raun var sá eini sem ég átti á þessum tíma.“ Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna að hún áttaði sig á því að hún hefði verið misnotuð. „Ég kenndi sjálfri mér um þetta í mörg ár. Það var ekki fyrr en ég kynntist manninum mínum og við vorum að fara að búa saman að þá kom kæra á Róbert frá minnir mig fjórum stelpum og það kom í fréttunum. Ég fraus úr hræðslu og hugsaði með sér að nú ættu allir eftir að vita því það var talað um að hann væri með bók með símanúmerum – nú verður hringt í mig og setja mig í fangelsi.“ Skilaði skömminni árið 2017. Þarna voru liðin tæp sjö ár frá því Anna Katrín hitti Róbert fyrst og hún ákvað loks að rjúfa þögnina. „Ég segi manninum mínum fyrst frá því hvað ég hafði gert, að ég hefði tekið pening fyrir misnotkun og mín hræðsla var hann mun ekki vilja mig þegar ég er búin að segja frá þessu. Skömmin er svo djúp og eins og með foreldra mína – vill hann mig þegar hann veit hvernig æska mín var hvernig foreldrar mínir voru, þetta er svo mikil skömm.“ Anna Katrín kærði Róbert árið 2017. Lögreglan mat frásögn hennar trúverðuga, en málið var látið niður falla vegna þess að meint brot voru fyrnd. Anna Katrín skrifar í pistli sínum að af tvennu mjög illu hafi uppeldið haft meiri áhrif á sig en kynferðisofbeldið. „Það var ofboðslega erfitt að skrifa það og átta sig á því án þess að gera eitthvað lítið úr kynferðisofbeldi, ég veit hvað það er að ganga í gegnum það og það er algjört helvíti, en ég gat betur unnið úr því sem gerðist með Róberti. Hann var utanaðkomandi aðili sem beitti mig ofbeldi en foreldrar mínir voru foreldrar mínir. Þeir sem áttu að vernda mig, þeir sem áttu að elska mig. Ég þráði að vera elskuð, ég gerði allt mitt besta til að standa mig vel en það var aldrei nóg.“ Þú tekur fram að þú berir ekki kala til þeirra? „Það er löng vinna að komast á þann stað. Ég lærði að sjá stærra samhengið. Það kýs enginn að vera svona og ákveður enginn að ætla sér að beita barnið sitt ofbeldi. Ég vil allavega trúa því. Það var mjög stórt í mínu bataferli að skilja við þau í kærleik.“ Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Anna Katrín Snorradóttir tók þá ákvörðun á fullorðinsárum að slíta öll tengsl við foreldra sína. Hún segir að þessi ákvörðun hafi vakið undrun sumra og jafnvel hneykslan en hún hvetur fólk til þess að hætta meðvirkni með foreldrum sem standa sig ekki í stykkinu. Anna Katrín segir mikilvægt að opna umræðuna um málefnið og að fólk beri virðingu fyrir slíkum ákvörðunum enda séu þær ekki teknar af léttúð. Anna Katrín var misnotuð af lögmanninum Robert Downey þegar hún var unglingur og tók virkan þátt í Höfum hátt-átakinu fyrir nokkrum árum. Hún segir hins vegar að af tvennu illu hafi uppeldið sem hún hlaut haft meiri áhrif á hana en kynferðisofbeldið. Hún ritaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína um foreldra sína og erfiðan uppvöxt sem vakti töluverða athygli. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Önnu Katrínu í Íslandi í dag í gærkvöldi sem segist hafa verið viðbúin öllu eftir að hún birti pistilinn. Viðbrögðin komu henni á óvart. „Ég er ennþá orðlaus yfir viðbrögðunum. Þau eru öll jákvæð,“ segir Anna Katrín. Í pistlinum segir Anna Katrín að foreldrar hennar hafi verið það sem hún kallar „toxic“ eða eitraðir og skilgreinir það þannig að eitraðir foreldrar séu þeir sem ekki hafa unnið úr eða borið ábyrgð á sínum eigin áföllum og taki sársaukann út til að mynda á börnunum sínum. Hún dregur upp dökka mynd af heimilisaðstæðunum og segist hafa lifað alla barnæskuna við þá tálsýn að hún væri elskuð af foreldrum sínum þegar raunin var sú að hún var það ekki. Öllu þessu hafi fylgt mikil meðvirkni og skömm sem hún bar með sér fram á fullorðinsár. Hún hvetur fólk til að hætta meðvirkni með foreldrum sem standa sig ekki í stykkinu og segist hafa verið viðbúin öllu eftir að hún sendi frá sér pistilinn en viðbrögðin komu henni á óvart. „Það er ekki þessi stuðningur, það er ekki ást, það er ekki virðing. Skömmin er svolítið sú ef ég segi að ég sé ekki með heilbrigða foreldra hvað hugsar fólk um mig. Á bak við skömmina er líka mikil hræðsla. Hvað gera foreldra mínir ef ég segi þetta, hvað gera fjölskyldumeðlimir? Ég var bara komin á þann stað – af hverju er þetta tabú? Það er ekki gefins að foreldri elski barnið að foreldri sé gott foreldri bara við það að eignast barn. Það þarf svo miklu, miklu meira til,“ segir Anna Katrín. „Frá því ég man eftir mér þá var ég ofboðslega sjálfstæð – ég þurfti að hugsa um mig mjög mikið sjálf og bera mikla ábyrgð – lifði í stanslausum ótta. Ég vissi aldrei hvað byði mín þegar ég kæmi heim. Að alast upp í þannig umhverfi og verða vitni að ofbeldi inni á heimilinu, barsmíðum, öskrum, látum. Ég byrjaði að sýna einkenni mjög ung af áfallastreitu og kvíða – alltaf með höfuðverk, alltaf með magaverk, læddist með veggjum, kom heim og var mikið inni í herberginu mínu og svaf.“ Vissi einhver af þessum heimilisaðstæðum í æsku? „Það hefur enginn ennþá viðurkennt það en það bara getur ekki annað verið. Ég held alveg að fólk hafi vitað en það þorði enginn að segja neitt.“ Anna Katrín var enn barnung þegar hún fór að fá slæm kvíðaköst og hún gagnrýnir að enginn hafi velt fyrir sér hvers vegna. „Ég var með miklar hjartsláttartruflanir og hrædd um að hún sé að deyja en það kom aldrei sálfræðingur í ferlinu enginn úr skólanum eða fjölskyldunni sem spurði bara er allt í lagi? það mátti ekki tala um þetta.“ Anna Katrín á góðri stundu með fjölskyldu sinni. Þegar Anna Katrín komst á fullorðinsár var henni mikið í mun að lifa heilbrigðu lífi og standa sig á öllum vígstöðvum. Hún eignaðist mann og tvo syni, fór í háskólanám og var í mörgum vinnum samhliða því. „Ég fór í gegnum lífið svolítið á hnefanum bara þangað til ég „krassaði“ og fékk mjög stórt taugaáfall. Það þurfti að hringja á sjúkrabíl til þess að koma og aðstoða mig við að ná áttum. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti hjálp.“ Ekki hafa hátt um þetta Síðan eru liðin fjögur ár og Anna Katrín hefur unnið markvisst í sínum málum. Það er þó ekki bara uppeldið sem krefst úrvinnslu því á unglingsaldri var Anna Katrín misnotuð kynferðislega af lögmanninum Róbert Downey. Hún segir það til marks um tvískinnung að henni hafi verið hælt fyrir að segja frá kynferðisofbeldinu en þegar kom að ofbeldi innan veggja heimilisins hafi fólk bent henni á að réttast væri að hafa ekki hátt um það. Anna Katrín spyr: og tekið úr statusnum hennar – „Af hverju er það sem Robert barnaníðingur gerði mér „ekki í lagi“ en það sem foreldrar mínir gerðu „í lagi?“ „Það er staðreynd að hann er afleiðing af æskunni minni. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir beri ábyrgð á því sem hann gerði en hann vissi allt eins og hefur komið fram þá þóttist hann vera 16 ára strákur sem kallaði sig Rikki og hann var minn trúnaðarvinur í einhver tvö ár þar sem ég talaði við hann nánast á hverjum degi og ég sagði honum nánast allt hvað gekk á með pabba og mömmu heimilið og erfiðleika með peninga og allt saman og hann bara greip tækifæri hann er bara predator,“ segir Anna og heldur áfram: „Hann talar um mann sem geti hjálpað mér sem eigi peninga sem geti hjálpað mér og ég samþykkti það að hitta þennan mann en ég vissi ekki hvað myndi gerast og það voru hrikalegir hlutir sem gerast þar og gerast í nokkur skipti. Hann náði einhverjum heljartökum á mér og ef ég reyndi að slíta mig lausa þá sagði hann bara ég segi frá, ég segi frá hvað þú ert búin að gera að þú sért búin að fá pening hjá mér fyrir þetta og þetta. Ég var mjög hrædd og brengluð í hausnum á þessum tíma og átti engar fyrirmyndir og ég segi engum frá þessu.“ Anna segist hafa verið hrædd við það að segja manninum sínum frá. Hún segir líka að hefði allt verið með felldu innan veggja heimilisins hefði einhver átt að setja spurningarmerki við það að hún hafi skyndilega eignast umtalsverða peninga. „Allt í einu gat ég farið að kaupa mér ný föt, keypti mér mat og leigði mér DVD fyrir þessa peninga en það var enginn sem spurði, hvaðan komu þessir peningar.“ Anna Katrín segir það hafa verið mikið áfall þegar hún komst að því að Rikki og Róbert voru einn og sami maðurinn. Ofan á allt annað missti hún þar sinn eina trúnaðarvin. „Það var í annað eða þriðja skiptið sem ég hitti Róbert og hann spyr mig hvernig gengur með pabba þinn hvernig var seinasta pabbahelgi. Ég hugsaði strax, ha? Hvernig veist þú það? Alltaf þegar ég bað um að hitta Rikka þá var alltaf afsökun fyrir því, hann bjó í útlöndum eða hafði ekki tíma – þetta var rosalega lúmskt en þarna missti hann þetta út úr sér og ég bara vissi það. Það var ennþá meira áfall því hann í raun var sá eini sem ég átti á þessum tíma.“ Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna að hún áttaði sig á því að hún hefði verið misnotuð. „Ég kenndi sjálfri mér um þetta í mörg ár. Það var ekki fyrr en ég kynntist manninum mínum og við vorum að fara að búa saman að þá kom kæra á Róbert frá minnir mig fjórum stelpum og það kom í fréttunum. Ég fraus úr hræðslu og hugsaði með sér að nú ættu allir eftir að vita því það var talað um að hann væri með bók með símanúmerum – nú verður hringt í mig og setja mig í fangelsi.“ Skilaði skömminni árið 2017. Þarna voru liðin tæp sjö ár frá því Anna Katrín hitti Róbert fyrst og hún ákvað loks að rjúfa þögnina. „Ég segi manninum mínum fyrst frá því hvað ég hafði gert, að ég hefði tekið pening fyrir misnotkun og mín hræðsla var hann mun ekki vilja mig þegar ég er búin að segja frá þessu. Skömmin er svo djúp og eins og með foreldra mína – vill hann mig þegar hann veit hvernig æska mín var hvernig foreldrar mínir voru, þetta er svo mikil skömm.“ Anna Katrín kærði Róbert árið 2017. Lögreglan mat frásögn hennar trúverðuga, en málið var látið niður falla vegna þess að meint brot voru fyrnd. Anna Katrín skrifar í pistli sínum að af tvennu mjög illu hafi uppeldið haft meiri áhrif á sig en kynferðisofbeldið. „Það var ofboðslega erfitt að skrifa það og átta sig á því án þess að gera eitthvað lítið úr kynferðisofbeldi, ég veit hvað það er að ganga í gegnum það og það er algjört helvíti, en ég gat betur unnið úr því sem gerðist með Róberti. Hann var utanaðkomandi aðili sem beitti mig ofbeldi en foreldrar mínir voru foreldrar mínir. Þeir sem áttu að vernda mig, þeir sem áttu að elska mig. Ég þráði að vera elskuð, ég gerði allt mitt besta til að standa mig vel en það var aldrei nóg.“ Þú tekur fram að þú berir ekki kala til þeirra? „Það er löng vinna að komast á þann stað. Ég lærði að sjá stærra samhengið. Það kýs enginn að vera svona og ákveður enginn að ætla sér að beita barnið sitt ofbeldi. Ég vil allavega trúa því. Það var mjög stórt í mínu bataferli að skilja við þau í kærleik.“
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira