Nýi CrossFit stjórinn gaf tóninnn fyrir heimsleikana með því að gera fyrstu æfinguna sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:45 Eric Roza á ekki bara CrossFit því hann elskar líka að stunda CrossFit. Skjámynd/Youtube Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira