VG hefur engin góð áhrif haft á málefni flóttafólks Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2020 08:00 Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun