Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 16:32 Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana léku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og mættu meðal annars Manchester United. vísir/getty Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30
Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49