Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 14:07 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira