Styttist í opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2020 21:54 Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn milli Dýrafjarðarganga og Dýrafjarðarbrúar fyrr í mánuðinum. Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35