Sóknin mikið betri með Dóru Maríu og Gunnhildur Yrsa svolítið villt Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 22:45 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val á síðustu leiktíð. vísir/daníel Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val
Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30