Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 12:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08