„Er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2020 10:29 Pálmi hefur verið búsettur í Berufirði ásamt eiginkonu sinni í tvö ár. Áhugi á ræktun iðnaðarhamps hefur farið vaxandi hér á landi að undanförnu en fyrr á þessu ári kynntu stjórnvöld ákveðna undanþáguheimild sem gerði innflutning og vörslu hampfræja til ræktunnar mögulega. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er nú talið að hátt í 200 manns séu farin að rækta plöntuna víðsvegar um landið. Ísland í dag fór á stúfana í vikunni heimsótti einn þeirra sem kominn er hvað lengst í rannsóknum á og ræktun hampsins hér á landi en það er Pálmi Einarsson iðnhönnuður. Pálmi starfaði lengst af sem hönnuður og síðar þróunarstjóri Össurar hf., hér heima og í Bandaríkjunum, og hefur hann þannig verið skráður á einhver hundrað alþjóðleg einkaleyfi á hinum ýmsu vörum og uppfinningum sem hann hefur hannað í gegnum tíðina. Pálmi og eiginkona hans, Oddný Anna Björnsdóttir, fluttust austur á Gautavík í Berufirði fyrir tveimur árum síðan gagngert til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að sjálfbærni sé möguleg á Íslandi og þar telja þau hampjurtina geta leikið lykilhlutverk. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að skoða þetta var fjölbreytnin til iðnaðar. Þetta er bara hráefni til iðnaðar,“ segir Pálmi og heldur áfram. „Við gætum á fjórum til fimm mánuðum ræktað upp alveg ofsalegt magn af hráefni sem hægt er að vinna úr yfir haustið og veturinn. Það er til fræg grein frá 1940 þar sem talað er um 25 þúsund mismunandi vörur. Við vitum að tækninni hefur fleytt fram síðan þá. Ég held að við séum að tala um milljónir vara sem hægt sé að vinna úr hampi. Kannski þekktasta varan eru gallabuxurnar, svo er pappír og plast. Svo er ofsalega mikið af fæðubótaefnum í þessu. Kosturinn við plöntuna er að það nýtist allt af henni,“ segir Pálmi sem ætlar sjálfur að skoða að framleiða díselolíu úr hampi til að geta verið alveg sjálfbær þegar kemur að vinnutækjum. Hann segir að einnig sé hægt að gera parket úr stilkunum. Parket úr hampi „Úr þessu efni má gera alveg ofsalega fallegar viðarplötur sem eru alveg glerharðar. Í Bandaríkjunum telja þeir alveg mjög raunhæft að framleiða parket í samkeppni við harðvið.“ Pálmi telur víst að allar nauðsynlegar vélar og tæki séu til í landinu til að vinna fatnað úr hampnum þannig að ekki þurfi að ráðast í kostnaðasamar fjárfestingar til að koma þessu í gang. Hann bendir á að nú þegar séu nemendur í hússtjórnarskólanum á Hallormstað farnir að vinna úr þessu hráefni þar sem meðal annars verða gerðar tilraunir með textílverkefni til að vinna buxur og annan fatnað þannig segir hann að það ætti að skýrast mjög fljótt hvort þetta verði raunhæfur iðnaður hér á landi eða ekki. „Ég held að það sé alveg raunhæft að byggja verksmiðjur sem framleiða föt eða hús eða hvað sem er úr þessu. Það er verið að gera hampsteypu úr stilkunum sem er rosalega spennandi mál. Veggirnir anda og það myndast því aldrei mygla í þessum húsum.“ Pálmi segist ekki í nokkrum vafa um að hægt sé ráðast í hagkvæma framleiðslu á hinum ýmsu nytjavörum úr hampnum hér landi. Hann bendir á að með aukinni sjálfbærni og með því að vera sjálfum okkur nóg losum við okkur við stórt og mikið kolefnisfótspor og sköpum um leið mikla atvinnu fyrir innlendan markað. Þá segir hann hampplöntuna vera alveg sérstaklega umhverfisvæna þar sem engin eiturefni þurfi á hana og það þurfi í raun ekkert að gera fyrir hana, hún sjái í raun alveg um sig sjálf. Hann segir að til séu þrjár mismunandi tegundir af plöntunni kannabis og þessi týpa sé einfaldlega aðeins iðnaðarhampur og enginn möguleiki að hægt sé að misnota plöntuna með því að reykja hana. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hjálpast að með að koma fólki í skilning um. Að útskýra þennan mun á tegundum,“ segir Pálmi. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins. Þegar kemur að iðnaði, mengun og öllu sem við erum að takast á við. Þessi planta leysir að mínu mati bróðurpartinn af þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kannabis Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Áhugi á ræktun iðnaðarhamps hefur farið vaxandi hér á landi að undanförnu en fyrr á þessu ári kynntu stjórnvöld ákveðna undanþáguheimild sem gerði innflutning og vörslu hampfræja til ræktunnar mögulega. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er nú talið að hátt í 200 manns séu farin að rækta plöntuna víðsvegar um landið. Ísland í dag fór á stúfana í vikunni heimsótti einn þeirra sem kominn er hvað lengst í rannsóknum á og ræktun hampsins hér á landi en það er Pálmi Einarsson iðnhönnuður. Pálmi starfaði lengst af sem hönnuður og síðar þróunarstjóri Össurar hf., hér heima og í Bandaríkjunum, og hefur hann þannig verið skráður á einhver hundrað alþjóðleg einkaleyfi á hinum ýmsu vörum og uppfinningum sem hann hefur hannað í gegnum tíðina. Pálmi og eiginkona hans, Oddný Anna Björnsdóttir, fluttust austur á Gautavík í Berufirði fyrir tveimur árum síðan gagngert til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að sjálfbærni sé möguleg á Íslandi og þar telja þau hampjurtina geta leikið lykilhlutverk. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að skoða þetta var fjölbreytnin til iðnaðar. Þetta er bara hráefni til iðnaðar,“ segir Pálmi og heldur áfram. „Við gætum á fjórum til fimm mánuðum ræktað upp alveg ofsalegt magn af hráefni sem hægt er að vinna úr yfir haustið og veturinn. Það er til fræg grein frá 1940 þar sem talað er um 25 þúsund mismunandi vörur. Við vitum að tækninni hefur fleytt fram síðan þá. Ég held að við séum að tala um milljónir vara sem hægt sé að vinna úr hampi. Kannski þekktasta varan eru gallabuxurnar, svo er pappír og plast. Svo er ofsalega mikið af fæðubótaefnum í þessu. Kosturinn við plöntuna er að það nýtist allt af henni,“ segir Pálmi sem ætlar sjálfur að skoða að framleiða díselolíu úr hampi til að geta verið alveg sjálfbær þegar kemur að vinnutækjum. Hann segir að einnig sé hægt að gera parket úr stilkunum. Parket úr hampi „Úr þessu efni má gera alveg ofsalega fallegar viðarplötur sem eru alveg glerharðar. Í Bandaríkjunum telja þeir alveg mjög raunhæft að framleiða parket í samkeppni við harðvið.“ Pálmi telur víst að allar nauðsynlegar vélar og tæki séu til í landinu til að vinna fatnað úr hampnum þannig að ekki þurfi að ráðast í kostnaðasamar fjárfestingar til að koma þessu í gang. Hann bendir á að nú þegar séu nemendur í hússtjórnarskólanum á Hallormstað farnir að vinna úr þessu hráefni þar sem meðal annars verða gerðar tilraunir með textílverkefni til að vinna buxur og annan fatnað þannig segir hann að það ætti að skýrast mjög fljótt hvort þetta verði raunhæfur iðnaður hér á landi eða ekki. „Ég held að það sé alveg raunhæft að byggja verksmiðjur sem framleiða föt eða hús eða hvað sem er úr þessu. Það er verið að gera hampsteypu úr stilkunum sem er rosalega spennandi mál. Veggirnir anda og það myndast því aldrei mygla í þessum húsum.“ Pálmi segist ekki í nokkrum vafa um að hægt sé ráðast í hagkvæma framleiðslu á hinum ýmsu nytjavörum úr hampnum hér landi. Hann bendir á að með aukinni sjálfbærni og með því að vera sjálfum okkur nóg losum við okkur við stórt og mikið kolefnisfótspor og sköpum um leið mikla atvinnu fyrir innlendan markað. Þá segir hann hampplöntuna vera alveg sérstaklega umhverfisvæna þar sem engin eiturefni þurfi á hana og það þurfi í raun ekkert að gera fyrir hana, hún sjái í raun alveg um sig sjálf. Hann segir að til séu þrjár mismunandi tegundir af plöntunni kannabis og þessi týpa sé einfaldlega aðeins iðnaðarhampur og enginn möguleiki að hægt sé að misnota plöntuna með því að reykja hana. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hjálpast að með að koma fólki í skilning um. Að útskýra þennan mun á tegundum,“ segir Pálmi. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins. Þegar kemur að iðnaði, mengun og öllu sem við erum að takast á við. Þessi planta leysir að mínu mati bróðurpartinn af þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kannabis Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira