Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 16:32 Vel fór á með þeim Lúkasjenkó (t.v.) og Pútín (t.h.) þegar þeir hittust í Sotsjí við Svartahaf í dag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36
Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11