Júlían náði síðasta metinu af þjálfaranum | Sóley í metaham í Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:00 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. VÍSIR/VILHELM Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju. Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03