Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. september 2020 21:30 Á Íslandi eru starfrækt samtökin SLAA sem eru samtök fólks sem leitast við að ná bata við ástarfíkn og kynlífsfíkn en félagsskapurinn er byggður á grunni 12 spora kerfisins. Getty Hvenær veit einstaklingur hvort hann er haldin/-n ástarfíkn eða kynlífsfíkn? Er hægt að elska of mikið eða stunda of mikið kynlíf? Hvenær er mikið of mikið? Samkvæmt grófri skilgreiningu á ástar- og kynlífsfíkn, á það við þegar hegðun einstaklinga sem snýr að samböndum, ást eða kynlífi, fer að verða áráttukennd og bitnar þar af leiðandi á öðrum þáttum í lífinu. Hegðunin og hugsanirnar fara að valda skaða í daglegu lífi. Einstaklingar geta upplifað ákveðið stjórnleysi sem hefur áhrif bæði á andlega og líkamlega líðan. Engin ein viðkennd greining er á þessari fíkn og er misjafnt hvernig hún er skilgreind af fagfólki. Á Íslandi eru starfrækt samtökin SLAA sem eru samtök fólks sem leitast við að ná bata við ástarfíkn og kynlífsfíkn en félagsskapurinn er byggður á grunni 12 spora kerfisins. Hægt er að fara inn á svæði á síðunni sem heitir Sjálfskönnun en þar er upptalning á 40 atriðum sem einkenna ástar- og/eða kynlífsfíkla. Hefurðu reynt að stjórna því hversu mikið kynlíf þú stundar eða hversu oft þú hittir ákveðna manneskju? Hefur þér þótt erfitt að slíta sambandi, jafnvel þó að sambandið sé eyðileggjandi fyrir þig og láti þér líða illa? Reynirðu að halda ástar- og kynlífsmálum þínum leyndum fyrir öðrum? Kemstu í „vímu” af ást og kynlífi? Hefur þú stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með óviðeigandi fólki? Reynirðu að setja þér reglur eða gefurðu sjálfum/sjálfri þér loforð í sambandi við ástar- eða kynlíf þitt sem þú getur ekki farið eftir? Hefur þú stundað kynlíf með manneskju sem þig langaði ekki til að stunda kynlíf með? Trúir þú því að kynlíf og/eða samband eigi eftir að gera líf þitt þolanlegra? Hefur þér einhvern tíma liðið eins og þú yrðir að stunda kynlíf? Trúir þú því að einhver geti „lagað” þig? Reynirðu, eða hefur þú reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta þína með því að skrifa hjá þér lista eða annað? Finnur þú fyrir örvæntingu eða óróleika þegar þú ert aðskilin(n) frá rekkjunauti þínum eða elskhuga? Ertu búin(n) að missa töluna yfir rekkjunauta þína eða hversu mörgum þú hefur sofið hjá? Finnurðu fyrir örvæntingu þegar þú hugsar um þörf þína til að finna þér elskhuga, fá kynferðislegt „fix“ eða finna framtíðar maka? Hefur þú stundað óábyrgt kynlíf, án þess að hugsa um afleiðingarnar, það er án þess að leiða hugann að því að þú gætir fengið herpes, lekanda, getið barn, orðið ólétt o.s.frv.? Finnst þér þú alltaf vera að „lenda“ í lélegum samböndum? Finnst þér að eini eða aðal kostur þinn í sambandi sé hversu góður rekkjunautur þú ert eða hæfileiki þinn til að veita hinum aðilanum tilfinningalegt „fix“? Finnst þér eins og þú sért ekki alveg „lifandi“ nema þú sért með maka þínum eða bólfélaga? Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi? Ertu í sambandi sem þú getur ekki slitið þótt þig langi til þess? Hefur þú einhvern tíma ógnað fjárhagslegu öryggi þínu eða stöðu þinni í samfélaginu þegar þú reynir að komast yfir kynlífsfélaga? Trúirðu því að vandræði í „ástarlífi“ þínu stafi af því að þú sért alltaf með „röngu“ manneskjunni? Hefur þú einhvern tíma ógnað eða eyðilagt alvöru samband sem þú hefur verið í út af kynlífshegðun þinni utan sambandsins? Fyndist þér lífið tilgangslaust ef þú gætir hvorki lifað kynlífi né verið í ástarsambandi? Daðrar þú eða kemur af stað kynferðislegri spennu við fólk, jafnvel þótt þú ætlir þér það ekki? Hefur kynhegðun þín eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor þitt? Kemurðu þér í „sambönd“ eða stundarðu kynlíf til þess að flýja undan vandamálum lífsins? Líður þér illa yfir sjálfsfróun þinni, hversu oft þú fróar þér, fantasíunum sem þú notar eða hlutum? Tekur þú þátt í einhvers konar gægjum eða ertu með sýniþörf sem lætur þér líða illa? Finnst þér eins og þú þarfnist aukinnar tilbreytingar í kynlífi eða samböndum til þess að losa um líkamlega eða tilfinningalega spennu? Þarft þú að stunda kynlíf eða „verða ástfangin(n)“ til að þér líði eins og „alvöru“ manni eða konu? Finnst þér eins og kynferðishegðun þín og ástarlíf beri ekki árangur sem erfiði? Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér að öðrum sviðum lífsins vegna þess að kynlífs- eða ástarsambönd þín (hugsanir og tilfinningar) taka frá þér orku? Stendurðu þig að því að vera í þráhyggju gagnvart ákveðinni persónu eða kynlífsupplifun jafnvel þó að það valdi þér óþægindum, tilfinningalegum sársauka eða fíkn? Hefurðu einhvern tíma óskað þess að þú gætir hætt einhverri kynferðislegri hegðun eða sambandi í ákveðinn tíma? Finnst þér eins og tilfinningalegur sársauki í lífi þínu fari vaxandi, sama hvað þú gerir? Finnst þér eins og þú hafir ekki heilbrigða sjálfsmynd? Finnst þér kynhegðun þín og sambönd/samband trufla andlegt líf þitt á neikvæðan hátt? Finnst þér erfitt að ráða við líf þitt sökum þess að þú ert að verða tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli? Hefur þú einhvern tíma hugsað að það gæti orðið meira úr þér og þú gætir fengið meira út úr lífinu ef þú værir ekki svo knúin(n) af þörf þinni fyrir kynlíf og sambönd? Makamál munu á næstu dögum ræða við fagfólk til að fá frekari útskýringar á ástar- og kynlífsfíkn. Einnig leita Makamál eftir viðmælendum sem hafa persónulega reynslu um þetta málefni, bæði þá sem hafa glímt við ástar- og/eða kynlífsfíkn eða hafa átt maka sem hafa glímt við hana. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Sexsomnia: Svefnröskunin sem fæstir vilja tala um „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál. 9. september 2020 21:00 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hvenær veit einstaklingur hvort hann er haldin/-n ástarfíkn eða kynlífsfíkn? Er hægt að elska of mikið eða stunda of mikið kynlíf? Hvenær er mikið of mikið? Samkvæmt grófri skilgreiningu á ástar- og kynlífsfíkn, á það við þegar hegðun einstaklinga sem snýr að samböndum, ást eða kynlífi, fer að verða áráttukennd og bitnar þar af leiðandi á öðrum þáttum í lífinu. Hegðunin og hugsanirnar fara að valda skaða í daglegu lífi. Einstaklingar geta upplifað ákveðið stjórnleysi sem hefur áhrif bæði á andlega og líkamlega líðan. Engin ein viðkennd greining er á þessari fíkn og er misjafnt hvernig hún er skilgreind af fagfólki. Á Íslandi eru starfrækt samtökin SLAA sem eru samtök fólks sem leitast við að ná bata við ástarfíkn og kynlífsfíkn en félagsskapurinn er byggður á grunni 12 spora kerfisins. Hægt er að fara inn á svæði á síðunni sem heitir Sjálfskönnun en þar er upptalning á 40 atriðum sem einkenna ástar- og/eða kynlífsfíkla. Hefurðu reynt að stjórna því hversu mikið kynlíf þú stundar eða hversu oft þú hittir ákveðna manneskju? Hefur þér þótt erfitt að slíta sambandi, jafnvel þó að sambandið sé eyðileggjandi fyrir þig og láti þér líða illa? Reynirðu að halda ástar- og kynlífsmálum þínum leyndum fyrir öðrum? Kemstu í „vímu” af ást og kynlífi? Hefur þú stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með óviðeigandi fólki? Reynirðu að setja þér reglur eða gefurðu sjálfum/sjálfri þér loforð í sambandi við ástar- eða kynlíf þitt sem þú getur ekki farið eftir? Hefur þú stundað kynlíf með manneskju sem þig langaði ekki til að stunda kynlíf með? Trúir þú því að kynlíf og/eða samband eigi eftir að gera líf þitt þolanlegra? Hefur þér einhvern tíma liðið eins og þú yrðir að stunda kynlíf? Trúir þú því að einhver geti „lagað” þig? Reynirðu, eða hefur þú reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta þína með því að skrifa hjá þér lista eða annað? Finnur þú fyrir örvæntingu eða óróleika þegar þú ert aðskilin(n) frá rekkjunauti þínum eða elskhuga? Ertu búin(n) að missa töluna yfir rekkjunauta þína eða hversu mörgum þú hefur sofið hjá? Finnurðu fyrir örvæntingu þegar þú hugsar um þörf þína til að finna þér elskhuga, fá kynferðislegt „fix“ eða finna framtíðar maka? Hefur þú stundað óábyrgt kynlíf, án þess að hugsa um afleiðingarnar, það er án þess að leiða hugann að því að þú gætir fengið herpes, lekanda, getið barn, orðið ólétt o.s.frv.? Finnst þér þú alltaf vera að „lenda“ í lélegum samböndum? Finnst þér að eini eða aðal kostur þinn í sambandi sé hversu góður rekkjunautur þú ert eða hæfileiki þinn til að veita hinum aðilanum tilfinningalegt „fix“? Finnst þér eins og þú sért ekki alveg „lifandi“ nema þú sért með maka þínum eða bólfélaga? Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi? Ertu í sambandi sem þú getur ekki slitið þótt þig langi til þess? Hefur þú einhvern tíma ógnað fjárhagslegu öryggi þínu eða stöðu þinni í samfélaginu þegar þú reynir að komast yfir kynlífsfélaga? Trúirðu því að vandræði í „ástarlífi“ þínu stafi af því að þú sért alltaf með „röngu“ manneskjunni? Hefur þú einhvern tíma ógnað eða eyðilagt alvöru samband sem þú hefur verið í út af kynlífshegðun þinni utan sambandsins? Fyndist þér lífið tilgangslaust ef þú gætir hvorki lifað kynlífi né verið í ástarsambandi? Daðrar þú eða kemur af stað kynferðislegri spennu við fólk, jafnvel þótt þú ætlir þér það ekki? Hefur kynhegðun þín eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor þitt? Kemurðu þér í „sambönd“ eða stundarðu kynlíf til þess að flýja undan vandamálum lífsins? Líður þér illa yfir sjálfsfróun þinni, hversu oft þú fróar þér, fantasíunum sem þú notar eða hlutum? Tekur þú þátt í einhvers konar gægjum eða ertu með sýniþörf sem lætur þér líða illa? Finnst þér eins og þú þarfnist aukinnar tilbreytingar í kynlífi eða samböndum til þess að losa um líkamlega eða tilfinningalega spennu? Þarft þú að stunda kynlíf eða „verða ástfangin(n)“ til að þér líði eins og „alvöru“ manni eða konu? Finnst þér eins og kynferðishegðun þín og ástarlíf beri ekki árangur sem erfiði? Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér að öðrum sviðum lífsins vegna þess að kynlífs- eða ástarsambönd þín (hugsanir og tilfinningar) taka frá þér orku? Stendurðu þig að því að vera í þráhyggju gagnvart ákveðinni persónu eða kynlífsupplifun jafnvel þó að það valdi þér óþægindum, tilfinningalegum sársauka eða fíkn? Hefurðu einhvern tíma óskað þess að þú gætir hætt einhverri kynferðislegri hegðun eða sambandi í ákveðinn tíma? Finnst þér eins og tilfinningalegur sársauki í lífi þínu fari vaxandi, sama hvað þú gerir? Finnst þér eins og þú hafir ekki heilbrigða sjálfsmynd? Finnst þér kynhegðun þín og sambönd/samband trufla andlegt líf þitt á neikvæðan hátt? Finnst þér erfitt að ráða við líf þitt sökum þess að þú ert að verða tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli? Hefur þú einhvern tíma hugsað að það gæti orðið meira úr þér og þú gætir fengið meira út úr lífinu ef þú værir ekki svo knúin(n) af þörf þinni fyrir kynlíf og sambönd? Makamál munu á næstu dögum ræða við fagfólk til að fá frekari útskýringar á ástar- og kynlífsfíkn. Einnig leita Makamál eftir viðmælendum sem hafa persónulega reynslu um þetta málefni, bæði þá sem hafa glímt við ástar- og/eða kynlífsfíkn eða hafa átt maka sem hafa glímt við hana. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is
Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Sexsomnia: Svefnröskunin sem fæstir vilja tala um „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál. 9. september 2020 21:00 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sexsomnia: Svefnröskunin sem fæstir vilja tala um „Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál. 9. september 2020 21:00
„Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56