Denver Nuggets neitar að „deyja“ og er komið aftur í hreinan úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 07:30 Nikola Jokic og Jamal Murray fagna í endurkomusigrinum hjá Denver Nuggets í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020 NBA Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira
Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020
NBA Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira