Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2020 22:48 Flugstöðvarbyggingin sem búið er að teikna í Qaqortoq yrði 4.300 fermetrar að stærð. Mynd/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér: Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér:
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02