Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2020 22:48 Flugstöðvarbyggingin sem búið er að teikna í Qaqortoq yrði 4.300 fermetrar að stærð. Mynd/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér: Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér:
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02