Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Þórir Guðmundsson skrifar 13. september 2020 12:28 Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Egyptaland Þórir Guðmundsson Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar