Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 14:49 Djammið í London. Ef vel er að gáð má sjá sjö manna hóp standa og spjalla saman. Frá og með mánudeginum verður slíkt ekki leyfilegt í borginni. Victoria Jones/PA Images via Getty Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra. Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra.
Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira